Nafnlausir bloggarar eru ekki alveg ósýnilegir. Gott mál

Um áramót breyttust reglur Moggabloggsins á þann veg að svokallaðir nafnlausir bloggarar fá ekki að að tengja bloggfærslur við fréttir á mbl.is. Eins var þeir ekki að birtast á forsíðu blog.is.

Líklega var það misskilningur hjá mér og mörgum öðrum, að halda forsíðu blog.is vera alla síðuna sem birtist, sé farið inn á blog.is (mbl.is/mm/blog/). Líklega er einungis átt við stórhausana átta sem birtir eru efst og flipann „Nýjustu færslur“ fyrir neðan, því undir flipunum „Heitar umræður“ og „Úr bloggflokknum“ birtast nafnlaus blogg.

Sumir birta engar upplýsingar. Aðrir aðeins netfang og enn aðrir birta nafn. Þó ekki á hinn staðlaða hátt sem blog.is gerir kröfu um.

Hinir nafnlausu þurfa því ekki alveg að örvænta. Þeir eru ekki alveg gufaðir upp, þótt vissulega séu þeir ekki eins sýnilegir.

Sjálfur birtist ég einungis undir flipunum. Þó hef ég nafn. Ég hef aldrei birst sem staurhaus. Þar birtist einungis „málsmetandi fólk“ sem er í vínarbrauðselítunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband