Júragarðurinn og Jóhanna Guðrún

Nú er Júragarðurinn í fullum gangi á RÚV.

Reyndar finnast mér lög kvöldsins einhvernvegin virka eins á mig, þótt ólík séu. Mér finnst vanta einhvern grípanda í þau, án þess ég ætli að dissa þau eitthvað. Öll vel flutt.

Síðasta lagið söng hún Jóhanna Guðrún, hvers föðurnafn ég man ekki. Alveg ótrúlega mögnuð söngrödd.

Ég man, fyrir átta árum eða svo. Þá átti dóttir mín disk þar sem Jóhanna Guðrún söng. Þá var Jóhanna kannski 12 ára eða svo. Samt með alveg ótrúlegt vald á sinni þroskuðu rödd. Mér fannst það magnað. Óaðfinnanlegur söngur fannst mér þá.

Nú hefur hún elst um jafnmörg ár og við hin. Orðin fullorðin kona og með enn þroskaðri rödd.

Klárlega ein af okkar allra bestu söngkonum.

.......

Og auðvitað komst hún áfram. Klárlega röddin frekar en lagið sem gerði það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Þetta verð ég að heyra..

Gulli litli, 12.1.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband