Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Skaði Stöðvar 2 bættur
Nokkrir einstaklingar úr hópi þeirra er stóðu að óskipulögðum mótmælum á síldarplani Hótels Borgar, hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir bjóðist til að borga þær skemmdir sem urðu á tækjabúnaði Stöðvar 2, eða a.m.k. hluta þeirra. Þó með því skilyrði að óháður aðili meti skemmdirnar.
Nokkuð hefur verið á reiki hverjar hinar meintu skemmdir eru. Stöð 2 hefur haldið fram að myndavélar hafi verið eyðilagðar. Þó eru engin vitni að slíku.
Þó mun liggja ljóst fyrir að vídeókapall hafi skemmst. Líklega skorinn sundur, eða gasaður í spað. Einnig herma heimildir að framlengingarsnúra úr BYKO hafi eyðilagst.
Kapallinn er af vandaðri gerð. 10 metra langur með gullhúðuðum tengjum. Hann mun ekki hafa kostað undir fjögur þúsund krónum. Fjöltengið var fimm tengja, jarðtengt og með rofa. Verð þess mun vera í kring um tólf hundruð krónur.
Söfnun er þegar hafin. Þeir sem vilja leggja sitt fram er bent á að snúa sér til norðurs.
Bjóðast til að greiða skaða Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg eins og vænta mátti úr þessari átt! Ekki arða! Ekki minnsti vottur af fyndni, þótt hart sé sótt!
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:36
þetta er víst fyndið.
Víðir Benediktsson, 14.1.2009 kl. 11:40
Nú er valdsin nöpur vist
norpar það með granir kýldar
mótmælendur af mestu list
mokuðu í sig kryddsins síldar
Kristján Logason, 14.1.2009 kl. 11:57
ég skal leggja til 200 kr.
SM, 14.1.2009 kl. 14:01
ég á 50 kall.....
Gulli litli, 14.1.2009 kl. 15:38
Ég legg til að það verði dómkvaddir valinn kunnir sómamenn
til að meta það tjón, sem Stöð tvö varð fyrir Gamlársdag, svo
þetta mál liggi ljóst fyrir og sé ekki að veltast hér milli manna.
Erfitt er aftur á móti að meta tilfinninga skaða sem fólk verður fyrir
og ganga þarf úr skugga um, hvort þeir Stöðvar tvö menn gangi
heilir til skógar eftir þessa atburði.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 16:05
hva! strax komnar 250 krónur. þetta mun rokganga
Brjánn Guðjónsson, 14.1.2009 kl. 17:22
Halldór minn. átti eitthvað að vera fyndið?
Brjánn Guðjónsson, 14.1.2009 kl. 17:23
Starfsmenn stöðvar tvö ættu að leita hjálpar hjá Stígamótum til að fá hjálp við hæfi eftir gamlársdag þar sem trauma þeirra jafnast á við ofbeldisfulla nauðgun ef rétt er haft eftir Ara Edwalds. Og enn hamra þeir á ruglinu . Mikael Torfason heldur því fram að mÓtmælendur hafi LÚSKRAÐ á samstarfsmönnum sínum í erindi sínu í Mannamáli Sigmundar Ernis. OG ÞETTA ER FÓLKIIÐ SEM VIÐ EIGUM AÐ TREYSTA AÐ FLYTJI OKKUR HLUTLAUSAR FRÉTTIR. GUÐ HJÁLPI OKKUR.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.1.2009 kl. 20:18
ekki einu sinni fyndið. bara sorglegt hvernig menn tala.
Brjánn Guðjónsson, 14.1.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.