Reykjavík í eigu þjóðverja

Nú stefnir allt í að þýski bankinn Commerzbank eignist megnið af miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða þann hluta sem kollsteypan Samson Properties hefur átt.

Um er að ræða stóran hluta Laugavegs, Frakkastígs, Hverfisgötu, Skúlagötu og Barónstígs. Fregnir herma að við eignaskiptin munu þýskir velja ný nöfn á umræddar götur.

Badpfad, Mantelsteig, Stadtteilpfad, Schultzstraße und Baronsteig.

Nánar um málið hér.

Samson er að þrotum kominn, með fjárhagslegan niðurgang. Því læt ég hér fylgja vísu sem ég lærði sem ynglingur.

Samson hefur saddan kvið.
Sínar garnir fullar.
Ropar, hóstar, ræskir sig.
Rekur við og drullar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband