Föstudagur, 16. janúar 2009
Hvert fóru peningar emírsins?
Þið munið emírinn af Qatar? Þennan sem keypti hlut í Kaupþingi fyrir 25,5 milljarð króna. Stuttu eftir kaupin tók ríkið bankann yfir og emírinn tapaði öllu.
Í fréttum nýverið kom fram að téðir peningar finndust ekki. Hefðu hreinlega gufað upp.
Nú hermir nýjasta skúbbið að tekist hafi að rekja málið. Peningarnir, að a.m.k. hluti þeirra hefðu verið lagðir á þrjá reikninga á Cayman eyjum. Reikninga í eigu þriggja einstaklinga.
Tveir þeirra munu hafa verið hátt settir stjórnendur Kaupþings gamla og sá þriðji mun hafa verið stór hluthafi.
Ef satt reynist er um glæpsamlegt athæfi að ræða. Milljarðaþjófnað.
Athugasemdir
Hvar sástu þetta, Brjánn?
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.1.2009 kl. 10:47
Vááá, er þetta satt?
Úrsúla Jünemann, 16.1.2009 kl. 11:03
Guðmundur Ólafsson fullyrti þetta á Útvarpi Sögu í morgun í þætti hjá Sigurði Guðmundsyni Guðmundur hagfræðingur vissi nöfnin en vildi ekki seiga þau en hann sagði að þetta væri eftir mjög áræðanlegum heimildum.
Peningarnir fóru gegnum KB í LUX.
Rannveig H, 16.1.2009 kl. 11:11
Á Sögu í morgun
Brjánn Guðjónsson, 16.1.2009 kl. 11:14
Sjálfur Gunnar Th. Gunnarsson segist hafa „skúbbað um þetta“ fyrir löngu síðan:
http://gthg.blog.is/blog/gthg/entry/772127/
Emil Hannes Valgeirsson, 16.1.2009 kl. 11:20
rétt. ég sá færsluna hans. hinsvegar voru þetta aðeins sögusagnir á þeim tíma. nú skilst mér að búið sé að sanna og staðfesta sögurnar.
Brjánn Guðjónsson, 16.1.2009 kl. 11:23
Það var athyglisvert hvað Guðmundur var öruggur með þessar upplýsingar, sagði að þetta yrði í hádegisfréttum !
Það skyldi þó ekki vera að þetta væri bara byrjunin...
Þórður J. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:23
eitthvað segir mér að fleiri lík bíði þess að detta úr skápum
Brjánn Guðjónsson, 16.1.2009 kl. 11:26
Þetta má finna á Eyjunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.