Laugardagur, 31. janúar 2009
Íslenska rúblan
Ég er nógu aldraður til að muna eftir Sovétríkjunum. Sovétríkin voru lok lok og læs. Enginn mátti fara þaðan og fæstir fengu að fara þangað. Nema kannski þeir væru virkir þáttakendur í róttækum vinstri hreyfingum (grænt framboð (hljómaði of vel til að láta ósagt) ).
Pabbi gamli var argasti kommi á yngri árum og varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja í rússneskri átveislu, hvar meira var drukkið af vodka en vatni. Enda var hann virkur í Fylkingunni á sjötta áratugnum.
Rússnska rúblan var hvergi gjaldgeng nema í Sovét. Verðlaus þar utan. Svona eins og krónan okkar er í dag.
Krónan sem átti að vera svo gott tæki til að bregðast við sveiflum, svo ég vitni í mikilshæfan Seðlabankastjóra.
Krónan sem í dag er verðminni en skíturinn undir skónum mínum.
Nú er þó Rússland ekki eins lok lok og læs. Væri ekki frekar við hæfi að taka upp rúbluna hér, en norska krónu? Hvað eigum við sameiginlegt með norsrum? Jú, Ingó var norsari, en hvað svo?
Hingað hafa þó streymt Rússneskir mafíupeningar á síðustu árum, að mér skilst. Liggur þá ekki beinna við að taka upp rúbluna hér?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.