Mánudagur, 2. febrúar 2009
Mistök bankaþjófanna
Lögregla hefur nú í haldi sjö manns sem grunaðir eru um bankaþjófnað í Hveragerði.
Bankaþjófnaðir eru ekkert nýmæli hér á landi. Undanfarin ár má segja að bankaþjófnaðir hafi ógnað íslensku glímunni sem þjóðaríþrótt íslendinga, eða fótboltanum sem ein sú vinsælasta, já eða handboltanum sem sú árangursríkasta.
Bankaþjófar hafa hlotið slíka virðingu hérlendis að löngum hefur þeim verið hampað, með átveislum þeim til heiðurs, á býli nokkru á Álftanesi.
Bankaþjófarnir í Hveragerði gerðu þó ein afdrifarík mistök. Í stað þess að láta sér nægja að stela peningum ú bankanum, sem öllum er hvort eð er slétt sama um, stálu þeir bankanum sjálfum.
Þetta er rándýr og flókinn tæknibúnaður, sem kostar alveg örugglega milljón kall segir Össur Teitsson,varðstjóri. Slíkt getum við ekki liðið.
Grunaðir hraðbankaþjófar handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.