Frostpinnar og Orkubolti

Frétt á visir.is í gær sem var í fréttum sjónvarps í kvöld vakti upp æskuminningar.

Í gamla daga var þarna bensínstöð Skeljungs. Einnig var þarna lúgusjoppa er hér Bæjarnesti. Ég bjó í hverfinu skammt frá. Nánar tiltekið í Safamýrinni.

Við krakkarnir gerðum okkur stundum ferð í þessa sjoppu. Kölluðum hana alltaf Shell.

Þar mátti fá frostpinna með dýfu. Þ.e.a.s. Kjörís pinna með viðbættri ísdýfu. Var mjög vinsælt. Svo einn daginn fékkst það ekki lengur. Okkur var sagt að framleiðandinn, Kjörís, hefði sett sig á móti því. Eftir það drógust saman kaup okkar á frostpinnum þar, enda styttra í aðrar sjoppur.

Svo hef ég alltaf velt einu fyrir mér. Hví eru grænu og orange frostpinnarnir með súkkulaði, en ananas pinnarnir ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Mín sjoppa í den hét Siggasjoppa, lítill skúr þar sem maður gat hlaupið á bakvið til að ... pissa þegar maður var á bæjarrölti og var í spreng. Annars var það besta sjoppan í bænum, og ísinn eftir því sko ...

Annars veit ég ekki hvers vegna það er ekkert súkkulaði á ananasíspinnum, undarlegt nokk þegar maður pælir í því sko.

Knús og kram á þig boxer..

Tiger, 6.2.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég skal spyrja markaðsstórann að því, ég hitti hana um helgina :)

Soffía Valdimarsdóttir, 6.2.2009 kl. 14:17

3 identicon

mér finst bara asnalegat að allir þessar pinnar séu allhjúpaðir súkkulaði.

Ég man hvað það var æðislegt að fá sér auka dýfu á allann pinnan 

Steini Tuð (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

reyndar er ég ekkert sérstaklega gefinn fyrir súkkulaðið. dýfan var þó góð. ég byrja alltaf á að fjarlægja súkkulaðið (borða það reyndar) svo ég geti hafist handa við að gæða mér á klakanum.

Brjánn Guðjónsson, 6.2.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband