Forkólfarnir sinna sínum

Í seinni fréttum Sjónvarpsins var sagt að ASÍ ætli ekki að fara fram á launahækkanir um sinn. Fyrirtækin hafi hreinlega ekki efni á því.

Þeir hafa gleymt því að launafólk hefur ekki efni á, til lengdar, að verðlag og skuldir hækki meðan launin standa í stað. Enda standa þeir vörð um verðtrygginguna öðrum fremur.

Auðvitað er þeim fjandans sama um fólkið. Þeir hafa aldrei haft velferð alþýðunnar að leiðarljósi. Hef talið þá fyrst og fremst hugsa um eigin endaþarm og í mínum huga er fréttin staðfesting á því.

Það eina sem skiptir þá máli er að geta yljað sér við kjötkatla lífeyrissjóðanna. Enda eru þeir í áralangri áskrift þar. Er einhver sem virkilega trúir því enn að þeim sé annt um annað?

Ég minni á hið stórgóða íslenska orð, afætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

& eymíngjar, Brjánzi...

Steingrímur Helgason, 12.2.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband