Joð og verðtryggingin

Ég er næstum því sammála Joð í þessu máli með verðtrygginguna. Ég vil senda hana til andskotans, þaðan sem hún kom og þar sem hún á heima.

Mér þykir þó ástæðulaust að bíða með það. Bíða þar til verðbólga hefur lækkað. Til hvers?

Ef einhverntíma hefur verið nauðsynlegt að losna við þetta þjóðarböl þá er það nú. Nú þegar eigur almennings eru að brenna upp og skuldirnar bólgna sem aldrei fyrr, eins og grasserandi kýli.

...

Heyrði einhvern njóla hringja inn í þátt Sigurðar G. Tómassonar, á útvarpi Sögu, í morgun. Sá hafði verið að leika sér með vísitölu neysluverðs, launavísitöluna og reiknivél. Komst að þeirri niðurstöðu að greiðslubyrði verðtryggðra lána væri lítið hærri í dag en fyrir 1,5, ári. rúm 19% af launum í september 2007 en rúm 22% í desember s.l. Þess vegna ættu þeir sem hefðu verðtryggð lán ekki að kvarta.

Maðurinn hefur greinilega misst af pointi-nu, eða ekki verið að fylgjast með. Að stóra málið er hve skuldin bólgnar út. Hraðar en greitt er af henni.

Sem dæmi hafa 16.6 milljónir vaxið í 19.8 á einu ári. Á sama tíma var greidd rúm milljón af láninu. Það sér hver heilvita maður að þetta er tómt rugl.

Það sem kom mér mest á óvart var að Sigurður, sem ég hef talið skynsaman, át vitleysuna upp eftir manninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

J og fleiri góðir menn hafa líklega aldrei séð leikritið "Beðið eftir Godot" Það er gott því þá mun aldrei bresta bjartsýnin. Hér á árum áður náðist verðbólga niður svo mönnum þótti viðunandi. Þegar þá var ymprað á að aftengja verðtryggingarspíralinn fannst bankastjórum og stjórnmálamönnum að það tæki því nú ekki ÞVÍ VERÐBÓLGAN VÆRI HVORT EÐ ER SVO LÍTIL. Aðgerðin skipti engu máli.....Þau rök munu koma aftur.

Gísli Ingvarsson, 17.2.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég held að það sé rétt hjá Steingrími að afnám verðtryggingar sé mun gerlegra þegar verðbólga er lítil. Það gafst fínt tækifæri til að afnema hana fyrir nokkrum árum en það var ekki notað.

Ef lánið þitt væri ekki verðtryggð hefðu eftirstöðvarnar ekki hoppað svona upp eins og þú lýsir. En breytilegir nafnvextir hefðu hækkað afborganir svo mjög að ekki er víst að þú gætir borgað. Verðtryggingin er því ekki alslæm og ákveðin vörn í anuitetinu.

Það má ekki gleymast í þessu að hinn eiginlegi skaðvaldur er verðbólgan en ekki verðtryggingin sjálf. Hún er meira birtingarmynd óréttlætis. Fróðlegt líka að sjá hvað gerist 1. mars en þá á næst að endurskoða grunninn sem notaður er við útreikning á vísitölu. Það hlýtur að þurfa að breyta honum.

Haraldur Hansson, 17.2.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hví mætti ekki útfæra jafngreiðslulán þótt verðbætur komi þar ekki við sögu? þarf það eitthvað að vera samgróið verðtryggingunni?

í jafngreiðslulánum eru vextirnir reiknaðir fyrirfram og dreift yfir greiðslutímabilið, ekki satt? þannig fæst jöfn greiðslubyrði.

Brjánn Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 16:29

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Jú auðvitað er það hægt, ég var bara með í huga það sem hefur tíðkast hingað til. Vilhjálmur Þorsteinsson skrifaði fína bloggfærslu um þetta fyrir rúmum mánuði:

http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/772137/

Haraldur Hansson, 17.2.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband