Mikil viðbúnaður vegna komu hjólabrettagengis

Hell's skatersÖryggisgæsla hefur verið efld til muna í Leifsstöð og verður aukið eftirlit þar næstu daga. Ástæðan er koma norska hjólabrettagengisins Hell's Skaters til landsins.


Íslenska hjólabrettagengið Fánar opna nýtt félagsheimili um helgina og hafa boðið norskun vinum sínum hingað að því tilefni.

Yfirvöld líta málið þó alvarlegum augum og hafa, eins að framan er greint, stóraukið gæslu í Leifsstöð sem og allt landamæraeftirlit.

Ekki náðist í sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli, en fulltrúi hans segir nauðsynlegt að grípa í taumana. „Það er landskunna að hjólabretti eru stórhættuleg og þar af leiðandi allir hjólabrettaiðkendur líka“ segir fulltrúi. „Við sjáum hvernig komið er fyrir Ingólfstorgi. Almenningur veigrar sér við að fara þangað, að kaupa ís eða Hlöllabát, af ótta við hið illræmda hjólabrettafólk sem lagt hefur undir sig torgið. Við megum ekki láta slíkt henda fyrir önnur torg þessa lands.“

Norðmennirnir munu verða sendir úr landi og hjólabrettin þeirra gerð upptæk.


mbl.is Viðbúnaður í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2009 kl. 09:27

2 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Snilld...gaman að sjáþig í dag;) Tekur kort á morgunn er það ekki...Gangi þér glimrandi vel að semja svo lagið fyrir mig í kveld ;)

Halla Vilbergsdóttir, 7.3.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband