Mánudagur, 9. mars 2009
Skoðanakvóti tekinn upp í ár
Sú breyting á kosningalögum var samþykkt fyrir helgi að tekinn verður upp svokallaður skoðanakvóti í kosningunum í vor.
Tilgangur skoðanakvótans er fyrst og fremst til þess fallinn að tryggja stöðu lítilla framboða og annarra minnihlutahópa.
Skoðanakvótinn mun þannig tryggja að fáir flokkar geti ekki einokað þingsæti eða átt þar vísan meirihluta í skjóli skoðanafylgis. Þannig munu nýju reglurnar tryggja jafna skiptingu þingsæta milli flokka, óháð fylgi. Einungis oddasæti munu skiptast eftir atkvæðamagni.
Þannig má segja að hið hrópandi óréttlæti, að stórir flokkar stjórni í skjóli fylgis og að hinir litlu líði fyrir lítið fylgi, hafi nú loksins verið upprætt.
Karlar upp vegna kynjakvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Athugasemdir
Frussssssssssssssssssssssssss
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 10:28
(“,)hahahahhaaha..........
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 11:50
Góður!
Sigurjón, 9.3.2009 kl. 13:18
hehehe...ok semsagt Framsóknarsérregla? Og hvað er nýtt?
Skoðanir eru ofmetnar....
Einhver Ágúst, 9.3.2009 kl. 13:44
Ætla þetta sé ekki í fyrsta og eina skipti sem að ég hafi séð eitthvað gáfulegt skrifað á moggabloggi. Góð færsla. Tek að ofan fyrir þér :)
Hlynur (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.