Innheimtudeild RÚV

Hver man ekki eftir háskólastúdentunum sem höfðu aukatekjur af að ganga í hús og spyrja hvort þar væri sjónvarp?

Ég hef ekki haft sjónvarp á mínu heimili síðan haustið 2004. Var þá skráður fyrir sjónvarpi sem fyrrum eiginkona fékk eftir skilnað okkar. Málið var útkljáð haustið 2004, í tölvupóstum milli mín, innheimtudeildar og hennar, fyrrum konunnar.

Eftir það var ég skráður afnotandi útvarps, sem er lægra gjald. Ég átti sannarlega útvarp, en sjónvarp hef ég ekki átt síðan ég skildi.

Í dag fékk ég bréf, frá Lagastoð, innheimtufyrirtæki sem rukkar mig um skuld fyrir útvarps/sjónvarp síðan 1.20.2004.

Ég sendi þeim vitanlega tölvipóst um hæl.

Það sem mér finnst fishy í málinu er að ég fékk innheimtuseðil í haust, þar sem ég sé ekki betur en að verið sé að rukka mig um sjónvarpsafnot, án þess að fyrir því séu forsendur. Ég tók téðum seðli sem skemmtilegum brandara.

En innheimtudeildinn hefur greinilega ekki séð þetta sem brandara, en í mínum huga er um tilhæfulausan reikning að ræða.

Menn hafa verið dæmdir fyrir slíkt.

Skyldi Lagastoð ekki kanna þá reikninga sem þeir innheimta? Hvort reikningurinn er tilhæfuælaus eður ei. Eða er eðli afæta (sem innheimtustofnanir réttilega eru) að taka við öllu sem að þeim er rétt?

Ég spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú sleppur örugglega við þetta, það vona ég í það minnsta. Veit ekki hvort það verður þér til huggunar en það er búið að leggja niður innheimtudeildina, hún er bara tómt herbergi þessa stundina.

bjoggi (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 17:46

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er ekki kominn nefskattur á alla hvort sem þeir eiga sjónvarp eða ekki ?

Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 17:50

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

jí, frá og með .1 jan 2009.

Þetta er eldra mál

Brjánn Guðjónsson, 4.4.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband