Joð-hagfræði

Fyrirgefið fávisku mína FootinMouth en ég sé engan eðlismun á þessu tvennu. Ég vitna í fréttina:

 

Steingrímur sagði þarna eiga í hlut ríki sem flest eru þegar komin inn í ESB en bíða eftir því að taka upp evru. Sum landanna, t.d. Lettland og Ungverjaland, hefðu þegar tengt sína mynt við evru en það ylli þeim nú vandræðum. Löndin þyrftu að eyða dýrmætum gjaldeyrisvaraforða í að verja tenginguna [þ.e.a.s. eigin gjaldmiðil] sem leiddi til mikilla erfiðleika í hagstjórn. Mat margra væri að kreppan í Lettlandi hefði dýpkað mikið af þeim sökum.

Ísland væri hins vegar í allt annarri stöðu [?!?!] og hefðu engar viðræður verið við AGS um sambærileg mál.

Þvert á móti er það þannig að mikilvægur hluti efnahagsstöðugleikaáætlunarinnar gengur út á að koma upp fullnægjandi gjaldeyrisvaraforða og styrkja gengi krónunnar. Á það leggur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áherslu alveg eins og við gerum að sjálfsögðu.“

Innskot innan hornklofa, sem og leturbreytingar eru af mínum völdum.

 

Hver er eðlismunurinn á að eyða dýrmætum gjaldeyrisforða í að styrkja gengi ungverskrar forintu gagnvart €vru eða eyða dýrmætum gjaldeyrisforða í að styrkja gengi íslenskrar krónu gagnvart €vru, eða öðrum gjaldmiðlum?

Vitanlega skil ég það ekki, enda er ég ekki landfræðingur.


mbl.is Ráðleggja ríkjum í vanda evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er auðvitað réttmæt athugasemd hjá þér Brjánn. Það er dýrt að handstýra flotgengi, hvort sem það er gert á Íslandi eða í Hungverjalandi. Annars fannst mér merkilegast við fréttina, eftirfarandi orð:

 "efnahagsstöðugleikaáætlunarinnar"

Ætli Steingrímur hafi fengið hugljómun og þessu orði lostið ofan í huga hans ?

Ef menn hafa alvöru áhuga á efnahagslegum stöðugleika, þá er komið á fót "fastgengi undir stjórn Myntráðs". Það kostar lítið og er 100% öruggt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.4.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband