Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Eldhússpartí
Hver kannast ekki við að í flestum partíum, myndast eldússpartí. Hópur fólks hangir inni í eldhúsi og talar um ekki neitt. Eins eru líka til klósettpartí. Uppistaða þeirra eru þó yfirleitt kvenpersónur.
Nú stendur yfir eldhússpartí á Alþingi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum mætir í pontu. talar og talar, án þess þó að segja neitt.
Kannski fáum við líka klósettpartí á Alþingi í framtíðinni, þegar konum hefur fjölgað þar.
Eldhússpartíi má lýsa á afar einfaldan hátt. A.m.k. með nördalegri framsetningu.
Sem reglulegri segð (e. Regular expression):
Ræða = (bl (a|e) h?)+
Þannig má fá bla, blah, ble eða bleh einu sinni eða oftar. Alveg fram að tíufréttum, þess vegna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.