Vinnufundur í Valhöll

Mikið þakka ég Mogganum fyrir að færa oss fréttir af vinnufundi í Valhöll.

Þar kennir ýmissa grasa.

Sjóður 9 vill auka fylgi flokksins sem nemur neikvæðri ávöxtun sjóðs 9.

Annar „sagðist fullyrða, að ástæðan fyrir því að vinstriflokkarnir boðuðu til kosninga á þessum tíma væri sú að þannig gætu þeir valdið Sjálfstæðisflokknum mestum skaða.“ Hann gleymir hins vegar þeirri staðreynd að það var maður að nafni Geir Hilmar Haarde sem, á föstudegi í janúarlok, boðaði til kosninganna.

Sjóður 9 sagði enn fremur að „Íslendingar standi frammi fyrir gríðarlegum vanda í ríkisfjármálum. Útlit væri fyrir 150-170 milljarða halla á ríkissjóði á þessu ári og það stefni í annað eins á því næsta. Úrræði vinstriflokkanna væru að hækka skatta og lækka laun.“ Hann gleymir þeirri staðreynd að ríkið hefur aðeins tvenn úrræði til að stoppa í fjárlagagöt. Hækka skatta og/eða skera niður útgjöld. Simple as that. Komið hafa fram tillögur um hátekjuskatt. Skatt sem t.d. snerti enga með laun undir hálfri milljón á mánuði, en þýddi kannski svo mikið sem þrjú þúsund krónur aukalega fyrir þann sem hefur sex hundruð þúsund. Myndi það kallast skattpíning? Hinn kosturinn, niðurskurður, myndi vitanlega fela í sér niðurskurð á opinberri þjónustu. Sem aftur myndi þýða fækkun starfa. Af tvennu illu, hvort ætli sé betra að segja upp fólki eða skerða starfshlutfallið og halda fólkinu?

„Sjálfstæðisflokkurinn teldi hins vegar að eina leiðin til að auka tekjur ríkisins væri að stuðla að því, að skattstofnarnir braggist þannig að það skapist tekjur og verðmæti.“

Hvað þýðir þetta, að skattstofnarnir braggist? Túlkur! Someone! Hvernig braggast skattstofnar? Með að taka inn lýsi?

Mér dettur tvennt í hug. Hækka núverandi skattstofna og/eða búa til nýja. Hátekjuskattur kannski. Tja, nema Sjallar stefni að endurupptöku eignaskatts. Hvað þýðir, að skattstofnar braggist, annað en hækkun skatta eða tilurð nýrra skatta?

Er þetta ekki bara skýrt dæmi um innantómt orðagjálfur? Auðvitað munu þeir hækka skatta og skera niður. Gulli á vel brýndan heilbrigðisskurðarhníf. Þeir geta notað hann áfram.


mbl.is Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband