Laugardagur, 18. apríl 2009
Búvörusamningur
Samningur um búvöru, milli bændasamtakanna og ríkisins. Í honum felst að bændur fá greiðslur frá ríkinu til að standa straum af kostnaði við framleiðslu sem ekki stendur undir kostnaði. Þ.e. að bændur geti framleitt vörur sem enginn vill kaupa réttu verði.
Nú hefur ríkið komið í gegn strangari skilyrðum:
1) Sauðfjárbændur verða að nota axlabönd.
2) Mjólkurframleiðendur mega ekki horfa á Guiding Light, þar eð það stangast á við mjaltatíma.
3) Sauðfjárbændur mega ekki hafa önnur áhugamál en fjármörk og heyvinnslutæki.
Ég er alveg að sjá hvernig íslenskur landbúnaður muni sigra heimsbyggðina.
Guð, hvað ég elska niðurgreiðslur og miðstýringu!
Breytingar á búvörusamningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, styrkir í landbúnaði eru steintröll. En samt: Hvað með evrópskan landbúnað, sem nýtur að mér skilst margfaldra styrkja á við þann íslenska? Þú bara leiðréttir mig ef ég er að misskilja eitthvað.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 15:14
sama málið þar að ég tel. „að bændur geti framleitt vörur sem enginn vill kaupa réttu verði.“
Brjánn Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 15:25
Jæja Brjánn, framleiða bændur vöru sem enginn vill kaupa. Þér til uplýsinga eru framleidd 120 milljón lítrar af mjólk á hverju ári hér á landi og hún selst öll .!!
Það eru framleidd um 7000 tonn af lambakjöti , 3500 tonn af nautakjöti o.s.f. allt þetta magn selst. Ég get líka sagt þér, að ég sem mjólkurframleiðandi greiddi öðrum þá á ég ekki við þá sem vinna við búið hjá mér. heldur verktaka, smiði, rafvirkja og fleirum rúmlega 6 milljónir kr á s.l. ári. Þá tel ég ekki þá sem framleiða kjarnfóður, fyrir mig eða þá sem flytja inn áburð, framleiða rafmagn, selja tryggingar, eða sjá um flutning á rekstrarvörum.
Kannski er þessi atvinnustarfsemi bara baggi á þjóðinni ??
Sigurður Baldursson, 18.4.2009 kl. 17:05
Sigurður. ef allt er svona bjúítful. getum við þá ekki lagt af alla styrki til landbúnaðar?
Brjánn Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 17:11
Ég sagði ekki að allt væri bjútífúl, heldur, að þessi atvinna vegur þyngra í heildaratvinnustigi þjóðarinnar heldur en margt annað. Það eru ótrúlega mörg störf í þéttbýlinu sem leggðust niður ef okkur væri fórnað. En að vísu eru þessi störf að miklu leyti í þéttbýli á landsbyggðinni . Ég veit ekki hvort það skipti máli fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu , hvort það sé líf fyrir ofan mosfellsbæ. !!
Sigurður Baldursson, 18.4.2009 kl. 17:16
svina til að hafa það á hreinu, þá er ekkert líf handan hringtorganna
Brjánn Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 17:31
Ja sko mér skilst að 90% af starfsemi bænda sé vegna styrkja skattgreiðenda. Þeir eru því í mínum huga ríkisstarfsmenn. Ekkert slæmt við það bara að viðurkenna að svo sé
Finnur Bárðarson, 18.4.2009 kl. 20:37
Brjánn hehehehe góður !!.
Finnur, Þú ert einn stór misskilningur
Sigurður Baldursson, 18.4.2009 kl. 22:39
sæll Sigurður
ég tel þetta meira varða rétt bænda til að ráða sér sjálfir. fá að framleiðan utan ríkisbatterísins. fá að eiga sér líf.
Brjánn Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.