Þriðjudagur, 21. apríl 2009
When you talk like an idiot, and act like an idiot, you become one
Enn eina ferðina rifjast þessi orð, fyrirsagnarinnar, upp fyrir mér.
Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Noregi og Íslandi, hefur sagt það mikinn misskilning hjá Sjálfstæðisflokknum á Íslandi að halda að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti komið því til leiðar eða haft milligöngu um að Íslendingar geti tekið upp evru.
Án þess að geta fullyrt það, þykir mér talsvert líklegra en ekki að íslenskur fréttamaður hafi leitað viðbragða Percy Westerlunds en að hann hafi tekið upp hjá sjálfum sér að hringja að fyrra bragði til að tjá sig. Ég tel embættismenn Evrópusambandsins ekki svo upptekna af stjórnmálum uppi á Íslandi, eða hvað Sjálfstæðismenn bulla þennan daginn eða hinn.
Hann hafi því einfaldlega verið að svara spurningu fréttamanns. Eru það óeðlileg afskipti af af íslenskum stjórnmálum? Hvurs konar endemis þrugl er þetta?
Vær ekki nær að menn hættu að tala eins og eðjótar og segja heldur eitthvað af viti, svona til tilbreytingar? Þeim veitir víst ekki af. Alla vega svona rétt fyrir kosningar.
ESB blandar sér í kosningabaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Facebook
Athugasemdir
Fíll í vatnsglasi og stormur í postulínsbúð...
Brattur, 21.4.2009 kl. 20:25
"Án þess að geta fullyrt það, þykir mér talsvert líklegra en ekki að íslenskur fréttamaður hafi leitað viðbragða Percy Westerlunds"
Alveg er ég sammála þér þarna. Þetta er líklegra. Að sama skapi þykir mér heldur ekkert ólíklegt að Percy Westerlunds hafi rangt fyrir sér þegar hann fullyrðir að þetta sé allt misskilningur hjá "flokknum". Ég hef enn ekki séð hvernig þessi heimskrísa verður leyst og það kann vel að vera að ESB gefi eftir með Evruna.
Kristinn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:31
Að einhver leyfir sér að benda á að flokkurinn hafi á röngu að standa jaðrar við dauðasynd. Þess vegna trylltist BB
Finnur Bárðarson, 21.4.2009 kl. 20:45
"If it look'z like a zkunk, zmells lik'a zkunk..."
Steingrímur Helgason, 22.4.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.