Mjúku málin blífa

Kolbrún Hafþórsdóttir, vinstrisinnaður grænjaxl, hefur sent fréttastofu Bergmálstíðinda eftirfarandi yfirlýsingu.

„Vinstrihreyfingin - Grænt framboð setur á oddinn, eins og nafn hreyfingarinnar gefur til kynna, fyrst og fremst aukið framboð á grænmeti. Aukið grænt framboð, hægri og vinstri. Þó aðallega vinstri. Framboð á lífrænt ræktuðu grænmeti, því sjálfbærni er grundvallaratriði. Því stríðir það algerlega gegn stefnu okkar að standa í einhverju olíuævintýri. Olíuvinnsla er í eðli sínu karllæg. Einsýnt er að störf tengd olíuvinnslu yrðu aðallega karlastörf og því í andstöðu við hinar mjúku femínísku áherslur okkar að stuðla að slíku. Því mun Vinstrihreyfingin aldrei samþykkja slíkt. Nær væri að líta í aðrar og mýkri áttir er kemur að eflingu atvinnulífs, eins og eflingu jógakennslu sem og annarar hugleiðslu, að ógleymdu grænmetinu.“


mbl.is VG gegn olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband