Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Mitt kjördæmi
Nú er lokið borgarafundi RÚV með frambjóðendum Reykjavíkurkjördæmis-suður, sem haldinn var á Nasa, sem er í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Mig skorti ferðastyrk til að sækja fundinn svo langt að.
Í það heila fannst mér allir frambjóðendur hafa komið þokkalega frá fundinum. Fannst hvimleiðust áberandi klappliðin tvö, Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Maður sá alltaf, í bakgrunninum, sama fólkið klappa fyrir Gulla og aðra fyrir einhverjum öðrum.
Hvað um það.
Nú gefur Gulli verið eftirlýstur í bloggheimum. Verið týndur. Hann skaut þó upp kollinum í kvöld. Svei mér þá. Mér fannst hann bara standa sig ágætlega. Við skulum samt ekki alveg missa okkur. Ég er ekki að fara að kjósa hann, en tel hann jafnvel hafa náð að landa einu atkvæði eða tveimur meðal óákveðinna áskrifenda FLokksins.
Ég tók ákvörðun um síðustu helgi um hver fái mitt atkvæði. Enn hefur ekkert gefið mér tilefni til að breyta þeirri ákvörðun minni. Ég var lengi að gæla við Samfó og Borgó, framan af. Sá svo að ég gæti ekki snert fjórflokkinn svo mikið sem með priki. Ég er þó sammála Samfó um að viðræður við vrópusambandið eru nauðsynlegar. Borgó leggst ekki gegn slíku. Hvort ég samþykki aðild veltur síðan á hvað muni liggja á borðinu. Þjóðin verður að fá að ákveða það.
Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Borgó, stóð fyrir svörum í kvöld. Virtist pínu óörugg í fyrstu, eins og flest hin. Það skiptir þó ekki máli, hvort fólk hiki í þrjár sekúndur áður en það svarar eða hvort það kann að tala með krepptan hnefa eins og Joð, sem hefur áratuga reynslu af þingsetu, í áskrift. Að vera vanur/óvanur framkomu í sjónvarpi hefur ekkert að gera með hvort fólk geti barist fyrir sannfæringu sinni á Alþingi. Nei. Það skiptir máli hvað fólk segir og hvað því finnst. Simple as that.
Birgitta og hennar fólk fær minn kross á kjördag. Ekki af því hún er bloggvinur minn, heldur vegna þess að ég finn mesta samsvörun með henni og stefnumálum Borgara.
X-O
Athugasemdir
Já... held að þú hafir bara komist að skynsamri niðurstöðu... það er rosalega erfitt að sjá hvað útkoma úr kosningunum verði best fyrir landið til lengri tíma litið... eitt er þó á hreinu... allt er gott nema íhaldið...
Brattur, 23.4.2009 kl. 09:45
rétt Brattur
Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 11:52
Borgarahreyfingin styrkist með hverjum deginum og það er hið besta mál. Vona bara að þetta haldi og O-listi fá 4 menn eða meira.
En af því að þú nefnir Gulla; ég sá ekki alveg allan þáttinn en það var sláandi hvernig menn svöruðu með styrkina. Gulli, sem hefur verið efstur á lista í styrkjafréttum, svaraði hiklaust: Ég fékk tvær milljónir hér, tvær milljónir þar og margar milljónir alls.
En þegar Össur svaraði þá tafsaði hann og stamaði, fór undan í flæmingi og vildi helst engu svara. Það var eins og að hann hefði eitthvað að fela. Honum leið greinilega ekki vel með þessa umræðu.
Haraldur Hansson, 23.4.2009 kl. 13:31
sammála þér haraldur. Gulli komst betur frá þessu en Össur
Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 14:35
Gleðilegt sumar, Brjánn minn góður!
Þorsteinn Briem, 23.4.2009 kl. 14:40
takk kagglinnm
Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.