hvílík nótt

Eins og aðrir landsmenn fylgdist ég með kosningatölunum í nótt. Ég mætti á kosningavöku O-listans í Iðnó. Hvílíkt hvað þar var gaman. Þar var líf og þar var brosandi fólk.

Borgarahreyfingin landaði fjórum persónum til þings. Rétt eins og kannanir höfðu spáð fyrir. Hins vegar náðu ríkisstjórnarflokkarnir ekki eins góðum árángri og spáð var.

Jú, sögulegt. Aldrei hafa vinstri flokkar náð hreinum meirihluta fyrr. Við erum að tala um að tala um 34rra manna meirihluta. Það er veikur meirihluti.

Í framhaldinu tel ég að Borgarahreyfingin hafi nú komist í oddaaðstöðu. Stjórnarflokkarnir þurfa ekki nema einn Kristinn H. til að missa meirihluta sinn. Eini raunhæfi valkosturinn til að koma að framkvæmdarvaldinu með Samfó og Grænum er flokkur fólksins, O.

Við þurfum ekki bara Borgarahreyfinguna á Þing. Við þurfum hana alla leið. Koma að stjórn landsmála. Fyrst við sitjum uppi með það kerfi að löggjafavaldið skipi framkvæmdavaldið vil ég sjá Borgó þar líka.

Borgó verður aðili að næstu ríkisstjórn, með einn ráðherra. Það er mín spá.

Til hamingju Ísland!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Held að yrði bara besta lausnin að kippa Borgarahreyfingunni inn í ríkisstjórn... en vissulega eru þetta söguleg úrslit... Vinstri flokkarnir með meirihluta, nokkuð sem aldrei hefur gerst áður sem er gleðilegt... nauðsynlegt að hafa raddir BOrgaraflokksins á þingi líka... og svo er ekkert smá gaman að sjá hrun Sjálfstæðisflokksins... hinsvegar fékk Framsókn meira en þeir áttu skilið...

Brattur, 26.4.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég vil sjá Samfylkinguna, V-Græna og Borgarahreyfinguna saman í ríkisstjórn.

Til hamingju með úrslitin.  Hefði gjarnan viljað sjá Valgeir Skagfjörð inni líka.

Anna Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 14:51

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sammála þér Anna, ég hefði viljað sjá Valgeir inni.

En aðal atriðið er að þetta eru skýr skilaboð um að fá þjóðina á íng.

Brjánn Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 16:05

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Birgitta, bloggvinur minn, er inni. bara æði

Brjánn Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband