Samtök sundurlyndra

Að stofnun sammala.is stóð fólk úr öllum áttum sem er þó sammála um eitt atriði, að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Fólkið er ekki endilega á því að gengið skuli í klúbbinn, heldur að fá upp á borðið kosti og galla aðildar út frá áþreifanlegum samningi og taka afstöðu út frá honum, í stað þess að láta stjórnast af tilfinningum og trúarbrögðum.

Stuttu síðar var stofnuð önnur síða, osammala.is. Á sama hátt og sammala.is snýst um að það fólk sem þar skráir sig er sammála hvort öðru, hlýtur osammala.is að samanstanda af fólki sem er ósammála hvort öðru.

Samtök sundurlyndra.


mbl.is Á 5. þúsund ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður :)

Finnur Bárðarson, 4.5.2009 kl. 14:48

2 identicon

Ég hef ekkert á móti undirskriftasöfnun en það er sláandi munur á ósammála.is og www.sammala.is. Þú sérð ekkert hverjir eru á listanum hjá ósammála.is og það er engan veginn hægt að taka mark á tölum þeirra. Á www.sammala.is þarft að staðfesta undirskriftina auk þess sem sjálfboðaliðar fara yfir allar skráiningar. Á ósammála.is þarftu ekki annað en að slá inn einhverja kennitölu og netfang og leggja saman 2+3. Hvað veit ég nema nafnið mitt sé þarna en ég hef ekki sett það. Það getur bara enginn farið yfir þenna lista því þeir tóku hann út. Og af hverju tóku þeir hann út? Jú vegna þess að í ljós kom að listinn var kolrangur. Þessi listi er því einkis virði. Svolítið athyglisvert að Mogginn í dag skuli taka þennan ómarktæka lista á ósammála.is og benda á að á fimmta þúsund hafi skrifað sig á hann (sem sennilega er bull) en minnast ekki einu orði á að á fimmtánda þúsund hafa skrifað sig á www.sammala.is sem er réttur listi.

Haraldur (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 19:53

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

frábært. þá geta allir verið ósammála um hvort undirskriftirnar eru marktækar

Brjánn Guðjónsson, 4.5.2009 kl. 20:35

4 identicon

Listinn var tekinn út til þess að hægt væri að vinna í honum.  Og fara yfir skráningarnar.

Hinsvegar höfum við aðstandendur síðunnar ekki komist til þess verks ennþá sökum anna og því hefur listinn ekki verið birtur aftur en nú er vinna hafin við að yfirfara undirskriftirnar og verða kröfurnar fyrir skráningu ekki minni en þær kröfur sem sammála.is setja.

Listinn verður síðan í kjölfarið birtur í heild sinni, hafi einhverjir aðilar eitthvað út á það að setja að nafn þeirra sé á listanum þá eru gögn sem segja frá hvaða ip tölu og hvenar skráningin kom þannig að hægt verður að rekja hverjir settu þetta inn og þeir aðilar sem hafa verið settir þarna af einhverjum öðrum munu hafa allar forsendur til þess að taka á þeim málum eftir þeirra eigin óskum.

Ég sem forsvarsmaður síðunnar skal samt alveg viðurkenna mín mistök við að hafa ekki gert meiri kröfur til þjóðarinnar.  En ég hélt að þjóðinni væri treistandi til að nálgast slíka undirskriftasöfnum á málefnalegan hátt.
Ég sé ekki að það sé undirskriftarsöfnuninni til ósóma á neinn hátt að hafa lent í þessu, hinsvegar tel ég það vera ljótt að fólkið í landinu hefur ekki meiri þroska en þetta! Og geti ekki verið þátttakendur á málefnalegann hátt!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband