Föstudagur, 15. maí 2009
Hommúnismi
Var að horfa á Pallann í Kastljósinu. Kagglinn mætti í glimmergalla, nema hvað og með krystalskúlu.
Sem betur fer hef ég þroskast með árunum. Fyrir 18 árum var ég haldinn svo mikilli hómófóbíu að eitt sinn þegar ég var á djamminu með vinum mínum og þeir fóru inn á 22, fór ég heim. Ætlaði sko ekki inn á einhvern andskotans hommastað.
Síðan eru liðin mörg ár.
Ég á góðan vin, til margra ára. Fyrir fáum árum síðan sagði hann mér að hann væri hommi. Við djömmuðum mikið saman í den og fyrir kemur að við kíkjum út saman í dag. Oftar en ekki endum við núorðið á einhverjum hommabarnum.
Kynlöngun okkar er alveg skýr:
Ég er straight og hann laðast að allt öðruvísi týpum en mér. Því er það ekkert að þvælast fyrir okkur. Engar langanir eða vesen. Mér þykir mjög vænt um þennan vin minn sem ég hef þekkt í aldarfjórðung.
Svo á ég annan góðan vin sem þjáist sárlega af hómófóbíu. Hann er sameiginlegur vinur míns og hommanns. Kíkti út með honum um daginn og gerði þá að leik mínum að rella í honum að koma á Qbar (hommastað) þar til hann ákvað að fara heim að sofa. Það var snilldarmóment, en það er útútdúr.
Ég hef lengi sagt að ég sé tónlistarlega gay, þar sem ég fíla danstónlist meir en annað. En það er annarskonar gey-ismi.
Eins og áður sagði endum við homminn oft á hommabörum. Hví skyldi ég láta draga mig þangað?
1) Ef ég er ekki á neinu kerlingastandi skiptir minnstu hvert er farið.
2) Hommabarir eru lausir við sterafulla ofbeldismenn sem halda að skemmtun snúist um fæting.
3) Ég fíla tónlistina sem spiluð er.
Ég ætla klárlega á uropallaball á morgun. Palli er eðal diskótekari.
Homm on!
Athugasemdir
That's the spirit..
hilmar jónsson, 15.5.2009 kl. 21:51
Thumbs up... Góða skemmtun!
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.5.2009 kl. 01:53
Ég datt einu sinni inn á hommabar og þegar ég hafði vanist myrkrinu var það fyrsta sem ég sá.... tveir karlmenn í hörkusleik. Ég spýttist út aftur. Mér er alveg sama hvurskonar kynhneigð fólk hefur en mig langar samt ekki að horfa á sumt. Kannski er ég dulítið gamaldags. Eða gömul ?!!!
Anna Einarsdóttir, 16.5.2009 kl. 11:26
Ég keyri Tom Waits á fullu í allt kvöld, en góða skemmtun öll hin :)
Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 13:46
Less on !!!
Jóka (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.