Júróhomm

Ég dreg ekki úr aðdáun minni á söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Sem barn hafði hún ótrúlega þroskaða rödd. Nú, mörgum árum síðar, hefur stelpan enn þroskaðari rödd. Ég segi það enn og aftur að hún syngur sem engill. Hvílík gjöf sem hún fékk og kann sannarlega að nota.

Að vanda var fagnað með Pallanum á Nösu í gær. Þvílíkt gaman og klukkan var 4:30 þegar gamli skrölti heim, eftir að hafa dansað af sér rassgatið í fjóra tíma.

Nú ætla Reykvíkingar og vonandi sem flestir aðrir, að fagna Jóhönnu á Austurvelli. Þó það nú væri. Hafi einhverntímann verið tilefni fyrir íslendinga að fagna, undanfarið, er það nú. Fagna þessum glæsilega fulltrúa okkar, sem skilaði sínu óaðfinnanlega. Hefðu norsarar spilað fram Jan Teigen hefðum við malað þetta.

Aftur að homminu. Fór á Nösu í gær hvað var hrein snilld og ógó gaman. En homm er ekki allt. Yohanna er t.d. ekki hommi en röddinn hennar....vá!

Verð að setja inn gamalt hommúnískt lag fyrst talað er um júró.



Homm on!


mbl.is Moskvufarar komnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband