Mánudagur, 18. maí 2009
Góðir Íslendingar
Nú standa yfir umræður á Alþingi.
Þar hefur bindisskyldan verið afnumin, farsællega. Þó eru aðrar hefðir enn við lýði. S.s. að óbreyttir þingmenn eru einungis hálfdrættingar miðað við ráðherra. Háttvirtir meðan ráðherrar eru hæstvirtir. Frekar glatað á löggjafasamkundunni að embættismenn framkvæmdavaldsins skuli vera ofar í virðingarstiganum en þjóðkjörnir fulltrúar löggjafasamkundunnar, sem á að heita æðsta valdið. Ráðherraræðið krystallast í þessum mismunandi ávörpum.
Fyrir utan ávörpin háttvirtur og hæstvirtur eru tvenn ávörp önnur klassísk og ofnotuð. Góðir Íslendingar og góðir landsmenn.
Athugasemdir
Klazzíkin er;
"Góðir íslendíngar, & aðrir íslendíngar..."
Steingrímur Helgason, 18.5.2009 kl. 23:04
ekki...góðir íslendingar & aðrir sjálfstæðismenn?
Brjánn Guðjónsson, 19.5.2009 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.