Laugardagur, 23. maí 2009
„Þetta er rangur misskilningur“
Sagði svíinn í kvikmyndinni Stella í orlofi.
Ég geri orð hans að mínum.
Vitanlega er með þennan titil eins og staðbundna bandaríska heimsmeistaratitla.
Ég gæti alveg haldið heimsmeistaramót í Minesweeper, heima hjá mér. Tekið einn þátt og lýst mig heimsmeistara. Efast þó um að það gerði mig að raunverulegum heimsmeistara. Eins er með fegurðarsamkeppnir eins og þessa.
Víst er hún snotur, snótin sem vann. Þó veit ég um aðra sem ber af öllum öðrum. Bæði í innri og ytri fegurð. Kærleika og klárleika.
Já og hún situr hér rétt hjá mér, þessi elska.
Auðvitað er ég að tala um dóttur mína. Efaðist nokkur um það?
Guðrún Dögg valin Ungfrú Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei það efast sko enginn um það........
.... en ég hélt að kjánahrollinum ætlaði aldrei að linna við þessa útsendingu í gær.
Jóka (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 16:40
jeminn, „missti af“ útsendingunni. var of upptekinn í chillinu með föðurbetrungunum.
Brjánn Guðjónsson, 24.5.2009 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.