Að skilja ekki muninn á lögum og sið.

Ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, þrjóskast enn við. Viðhorf hans sem fram kemur í viðtengdri frétt segir allt um hvers vegna.

Krafan er ekki studd lögfræðilegum rökum, segir hann.

Það er nú einu sinni þannig að það eru ekki síst siðferðileg rök sem knýr fólk til afsagna. Siðferði þarf ekkert með lög að gera. Það eru engin lög sem meina Valtý að sitja sem fastast. Siðferðislega er honum þó ekki til setunnar boðið.

Hví er maðurinn ekki að skilja það?

Það er hverjum manni ljóst, utan ríkissaksóknara, að Eva Joly horfir á hina siðferðislegu hlið í þessu máli. Hún er ekki á horfa á lögin eða „lögfræðilega“ hluti. Enda snýst málið um trúverðugleika. Að rannsóknin sé trúverðug og án efasemda. Trúverðuleiki hefur ekkert með lög(fræði) að gera. Hann er 100% siðferðislegt mál.

Þetta er allt spurning um siðferðisleg rök. Lögfræðin hefur nákvæmlega ekkert með málið að gera.

En er þetta ekki nákvæmlega ástæðan fyrir að (pólitískar) afsagnir eru svo að segja óþekktar á Íslandi? Menn skilja ekki muninn á lögum og sið.


Í þessum töluðu orðum er einmitt í gangi annað mál, ónefnds sveitarfélags, þar sem oddvitinn vill ekki segja af sér þar sem, strangt til tekið, telji hann sig ekki hafa brotið nein lög. Þó sjá allir að siðferðisbresturinn er alger.


mbl.is Valtýr vill ráða Evu Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega rétt.

J.þ.A (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 19:38

2 identicon

Það veldur mér miklum áhyggjum að Valtýr skuli ekki skilja hvers vegna hanna verður að víkja nú þegar. Það er óhemju mikilvægt að það verði ekki hægt að efast um niðurstöðu rannsóknar á hruninu og öllu sem því við kemur. Svo lengi sem faðir forstjóra Exista er Ríkissaksóknari á meðan þessari rannsókn stendur verður alltaf hægt að efast um útkomuna og sá blettur mun verða á sögu Íslands um aldur og æfi. Vill Valtýr verða blettur í sögubókunum?

Jóhann (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 20:22

3 identicon

Hlýtur ad vera tengdur spillingarflokknum.  Einungis lagabreyting mun losa thjódina vid slíkt fólk.  Thrátt fyrir ad allir lampar séu raudir thá neita slík kvikindi ad víkja úr starfi.

Nú getur hann krafist skadabóta eins og Dabbi.  Sidvillt hyski, sem hugsar einvördungu um ad plokka eins mikla peninga og thad mögulega getur af thjódinni.

Rudólf (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband