Æs seif

Ég hef ekki komist hjá umræðunni um IceSave, frekar en aðrir landsmenn.

Ég verð að segja að samningurinn er í raun nauðasamningur og færir mér óbragð í munn. Hins vegar hef ég velt fyrir mér hvort hann sé réttlátur eða ranglátur.

Ég get fallist á að hann er ranglátur að því leiti að Ísland verður í djúpum skít að borga þetta. Þeir sem helst eru á móti samningnum segja hann gerðann undir kúgunum.

Kannski er eitthvað til í því. Ég vildi sjá samninginn endurskoðaðann.

Ég er sammála túlkun Gauta B. Eggertssonar á ESB-lagaákvæðum frá 1999 um tryggingasjóði innlána. Hvar segir að ríki skuli halda sjóð til að tryggja lágmarksinnistæður? Ekki bara að koma á fót einhverjum tryggingasjóði, heldur verði hann að standast lágmarks skuldbindingar.

Það er ógeðslega súrt að standa frammi fyrir þessum IceSave samningum, eftir Sigurjón & Co, sem nú væntanlega þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru en hvort þeir eigi hreinar naríur frá degi til dags. Alla vega er enginn að sækja þá til saka. Væri ekki ráð að kjöldraga þetta lið?

Menn segja gjarnan; Látum reyna á lögin. Við eigum ekki að þurfa að borga þetta.

Í mínum huga er staðreyndin þó sú að ríkisstjórn Geirs H. Haarde skeit langt upp fyrir axlir þegar hún setti neyðarlögin. Lög sem tryggja íslenskum innistæðueigendum rétt umfram útlenda, sem er í andstöðu við reglur EES og ESB. Því sé tómt mál að tala um að fara lagalegu leiðina. Ísland hefur þegar brotið þær reglur. Með neyðarlögunum höfum við nú þegar neytt neyðarréttar okkar, að tryggja íslendinga umfram útlendinga. Hollendingar og Bretar virðast gúddera það að mestu. Við eigum engan framhalds neyðarrétt.

Íslendingar hafa, því miður, málað sig út í horn og verða nú að súpa af því seyðið.

Í fljótfærni settu menn neyðarlög sem brutu gegn EES samkomulaginu og því hafa menn komið okkur í þá stöðu sem við nú erum í.

Ég er duglegur við að dissa Joð, en í þessu máli á hann enga sök. Hann gerir sér grein fyrir stöðunni og að eina leiðin út er að semja. Já, svei mér þá. Joð fær plús í kladdann frá mér.

Ömurleg samningsaðstaða en þannig er bara staðan, sem við komum okkur sjálf í. Best að kyngja því sem fyrst og reyna að gera gott úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hver er Joð?

Þetta er klár þrautarlending,  til þrautavara mælist ég til að reynt verði til þrautar að fá þar til bæra þrautardómstóla til að skera úr þessari áþján, áður en það verður um seinan.

Kveðja 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.6.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er hræddur um að allt dómstólatal sé um seinan

Brjánn Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 23:06

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en ég stend við við mitt. þótt Joð sé moð er ekki hægt að kenna honum um þetta

Brjánn Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Aron Ingi Ólason

Um hvaða við ert þú að tala um er þú segir að við komum okkur í þessa stöðu. ég man ekki eftir að hafa gefið neinar yfirlýsingar persónulega eða skrifað undir að ég eða börnin mín myndu ábyrgjast einar eða neinar innistæður hvorki erlendar eða innlendar svo að það sé á hreinu.

Þar að auki er vafa mál amk hef ég heyrt menn meina að í margumræddum neyðarlögum hafi aldrei verið neitt ákvæði sem tryggði allar innistæður upp í topp í íslenskum bönkum, geir hafi hins vegar bætt þessu við í orði og yfirlýst að allar innistæður séu tryggar til þess að koma í veg fyrir hlaup á bankann.

Í öðru lagi er mjög umdeilt hvort að neyðarlögin standist yfirhöfuð stjórnar skrá og séu þar með yfir höfuð lög. til að mynda eru nú mál í ferli sem gætu staðfest það.

þar af leiðandi má álykta að tryggingar innistæðna voru í raun bara loforð sem hefur að vísu verið reynt að halda en er og voru aldrei lög sem slík raunar bara frekar dýrar yfirlýsingar.

 Fengið Af Bloggi Gunnar Waage:

Magnús Thorodssen hæstaréttarlögmaður og og fyrrverandi forseti hæstarétts, Björg Thorarensen forseti Lagadeildar HÍ og Atli Gíslason Hæstaréttarlögmaður með meiru, Stefán Már Stefánsson prófessor við HÍ og fleiri lögmenn bæði hérlendis og erlendis. Þá hlustaði ég á sérfræðing í alþjóðalögum í gær sem sagði að lögfræðilega væri málið mjög skýrt, rétturinn væri okkar megin.

Í framhaldi get ég ekki annað sagt en að ofangreindum aðilum, Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra, sé ekki sjálfrátt í orði sínu og æði. Pólitísk lausn Samfylkingarinnar er algerlega óásættanleg enda gaf þetta fólk sér enga samningsstöðu í þessum málum. 

"Sigurður Líndal lagaprófessor er sammála því sem Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, sagði í Morgunblaðsgrein í gær; að fjalla ætti um Icesave-málið fyrir dómstólum. „Mér finnst óskiljanlegt að ekki skuli hægt að leggja málið fyrir dóm,“ sagði Sigurður í fréttum Stöðvar 2 nú í hádeginu.

„Mér finnst að við hljótum að eiga rétt á því, það hlýtur að vera hægt að koma á fót slíkum dómstóli og menn ættu að geta sæst á það. Ég segi fyrir mig, ef ég á að svara hreinskilnislega; ég vil frekar tapa málinu þannig að réttarstaðan væri skýr en að vera í þessari óvissu og láta gagnaðilana einhliða ákvarða skyldur okkur,“ sagði Sigurður í samtali við Stöð 2, og bætti við: „Mér finnst óskiljanlegt að ekki skuli vera hægt að leggja þetta mál fyrir dóm.“ Aðalatriðið sé að fá réttarstöðuna á hreint."

Þannig að þér má vera ljóst að dómsmála leiðin var vel fær en fyrir henni var hins vegar er sem bretar undir pressu frá þarlendum bæjarfélögum að þeir réðust í að beita hriðjuverkalögum og valdi sínu yfir ags til þess að neiða íslendinga að þessu samkomulagi. Steingrímur og svavar verandi slíkar gungur, gengust að því án baráttu.

staðreindin er ofan á allar aðrar skuldir frá imf og hinum sem eiga eftir að koma ofan á það getum við aldrei borgað þetta lán á þessum kjörum.

því ber að hafa í huga að það er ekki rétt þegar málið er sett upp í dæmi sögu eins og gert var í bloggfærslu um færsave að það sé færeyskum almenningi að kenna. málið er að ábyrgðin er og ætti að vera á bankamönunum sem frömdu þessa glæpi. En lögsemjarinn William K. Black sagði meðal annara að hinir íslensku bankar hefðu í rauninni ekkert verið neitt annað en ponzi-svikamilla eða píramídasvikamilla. Þar af leiðandi væri það full hart í árinni tekið sem dæmi að ætlast til að móðir (almenningur) einhvers bankaræningja greiði fyrir rán sonar síns þar sem hann var á ábyrgð föður síns (ríkisins) þar eð hvorki móðir né faðir komu nálagt ráninu, Í slíkum málum er yfirleitt þannig og þykir sanngjarnast að fyrst er reynt að finna ránsfengin og ef hann finnst ekki tekur bankinn fallið.

þess vegna verðum við að leita réttar okkar þar sem það er hreinlega ekki sanngjarnt að hneppa almenning eða móðir bankaræningja í þrældóm fyrir einhvað sem einhver annar gerði.

Aron Ingi Ólason, 25.6.2009 kl. 02:58

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

við íslendingar, sem kusum okkur stjórnvöld (trekk í trekk) sem fylgdust ekki með stöðu tryggingasjóðsins og hvort hann stæði undir lögskipuðum skyldum.

okkur (ríkisvaldinu kosnu af okkur) bar að tryggja að sjóðurinn hefði burði til að standa við sínar lögboðnu 20000 evrur.

allir sváfu. ZZZzzzz

Brjánn Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 03:23

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og það er alveg borin von að tala um dómstólaleið þegar einginn er dómstóllinn sem hefur ælögsögu í málinu, nema hugsanlegur gerðardómstóll, sem þá er komið undir deiluaðilum að fallast á. Bretar og Hollendingar vilja slíkt ekki. Því er engin dómstólaleið fær.

Brjánn Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 03:25

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er farinn að halda að ástæðan fyrir áliti Sigurðar Líndal og Jóns Steinars sé helst sú að sjálfir eru þeir lögræðingar og sjá heiminn gegn um þau gleraugu, að allt skuli gert upp fyrir dómi, en gleyma kannski að enginn er dómstóllinn.

Brjánn Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 03:28

8 Smámynd: Aron Ingi Ólason

vita þá Magnús Thorodssen hæstaréttarlögmaður og og fyrrverandi forseti hæstarétts, Björg Thorarensen forseti Lagadeildar HÍ og Atli Gíslason Hæstaréttarlögmaður með meiru, Stefán Már Stefánsson prófessor við HÍ, Sigurður Líndal lagaprófessor og Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari ekkert hvað þeir syngja lögfræðilega?

ertu þá að segja að allir þessir lögfræðingar og fleiri bæði innlendir og erlendir séu bara að bulla og viti ekkert í sinn haus?

Bretar amk vildu auðvitað að slíkt væri ekki gert, fyrir þá var of mikið í húfi. Gordon Brown Viðurkenndi í fyrirspurnar tíma á breska þinginu að hafa notað ags til þess að þvinga fram betri samninga. það er mín ágiskun að það hafi verið til þess að tryggja að við færum ekki í dómstóla og settum allt haglkerfi evrópu í hættu vegna galla í löggjöf þeirra.

Í stöðunni var amk tvennt til þess að geta farið með þetta í dómsstóla annars vegar hefði mátt reyna að semja við Breta og Hollendinga um fyrir fram gefinn ramma. semsagt við myndum skuldbinda okkur til að greiða hvernig sem dómurinn færi amk einhverja tölu og þeir á móti kannski setja þak á það. jafnvel bæta við slíkan samning að þeir fái greitt allt sem fæst til baka af ránsfeng landsbankamanna ofan á skulbindingar okkar samkvæmt dómnum og hafa þá lágmarkið nálagt því sem fæst fyrir núverandi eignir. Ef hins vegar þeir vildu ekki í mál fara gagnvart slíkum samning væri einfaldlega hægt að neita að greiða og láta þá fara í mál við okkur. 

Aron Ingi Ólason, 25.6.2009 kl. 13:31

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Brjánn Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband