Rafrænar kosningar

Var að horfa á umræðu á alþingi íslendinga um rafrænar kosningar.

Hví kynna menn sér ekki málin áður en þeir gaspra um hve rafrænar kosningar eru óöruggar?

Skoðum málið. Hvenig hafa rafrænar kosningar gengið í Finnlandi, með chip-kortum?

Rafrænar kosningar verða aldrei öruggari en eftirlitsstofnaninarnar. Það er enginn að tala um að þetta verði bara eins og ísbúð. Engar eftirlitsstofnanir.

með rafrænum skilríkjum hefur þetta einmitt gengið betur. Hægt er að að aftengja alveg kjósndann frá talningabatteríinu með lyklapólisíu. þó byggir það kerfi á trausti. einhver þarf að skrifa undir lykilinn, en það má setja sveitarfélög þar sem millilið, til að slíta á tengsl lykils við atkvæði.

Eins má hugsa sér að gefnir verðu út þúsundir public lykla og að hver maður noti sinn lykil til að brengla sitt atkvæði. Líkurnar á að að annar viti hver lykillinni er eru hverfandi. Því eru líkurnar að einhver nái að finna út þann lykil sem ég nota hverfandi.

Kannski ákveðinn hópur fólks sem hefur sama public lykil. Eru þá aftur komin í chip-korta pælinguna þó hver og einn hafi sit eigið PIN.

 

Hví er ekki neinn á þingi sem hefur að minnsta kosti lesið bók um cryptógrafóu? Svo ætla þessir menn að ákveða um rafrænar kosningar!

Svo er til eitthvað sem kallast rafræn umslög og ég ætla ekki að fara í djúpt, þar eð ég hef ekki kynnt mér það náið, en skilst að virknin sé svipuð og með umslög utankjörstaðaatkvæða. Nema bara rafrænt. En byggist eigi síður á rafrænum lyklum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eru ekki 80-90 % fólks sem sendir skattaskýrslurnar sínar rafrænt?  Væri ekki hagkvæmast að nota rafræna skattaskýrslu lykilorðið til svona kosninga???

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.6.2009 kl. 01:42

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

jú en málið er að þegar kemur að leinilegum kosningum má enginn geta rakið atkvæðið við þig (hvað þú kaust)

Brjánn Guðjónsson, 23.6.2009 kl. 01:49

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er trixið, að gera atkvæðið órekjanlegt, en samt að þú getir farið inn á vefsíðu daginn eftir og séð hvernig þitt atkvæði var talið

Brjánn Guðjónsson, 23.6.2009 kl. 01:51

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

allavega, meðan eintómir afdankaðir landfræðingar eru á þingi, gerist ekkert

Brjánn Guðjónsson, 23.6.2009 kl. 02:03

5 identicon

Það er eitt lykilatriði sem mönnum sést alltaf yfir þegar þeir eru að fjalla um rafrænar kosnignar. Ef þú leyfir kosningnar annarstaðar en í öruggu umhverfi undir eftirliti þá getur þú ekki tryggt rétt fólks til leynilegra atkvæðagreiðslu.

Sumstaðar er þeirri kröfu sleppt en við gerum ríka kröfu til þess í okkar kosningalögum.

En það er rétt hjá þér að það var pínlegt að hlusta á þingmenn tala um rafrænar kosnignar.

Jóna.

Því fer fjarri að RSK uppfylli öryggiskröfur sem þarf að gera til atkvæðagreiðslu eis og þingkosninga. Í raun er unnið í þeirri trú að enginn sé svo vitlaus að vilja telja fram fyrir þig og þá er alltaf hægt að leiðrétta eftirá. Það er erfiðara þegar kemur að órekjanlegu atkvæði.

RSK lausinn stenst ekki kröfur sem gerðar eru til að kaupa súkkulaðikúlur rafrænt.

Heimskulegasta komment dagsins kom frá Birgittu borgara þegar hún sagði að við værum svo dugleg að telja fram á netinu og því væri okkur skotaskuld að hrista rafræna kosningu fram úr erminni.

Bandaríkjastjórn eyddi 20 milljónum dollara 2002-2004 til að búa til öruggt kerfi til að kjósa yfir http (internetið). Því systemi var hent eftir fyrstu sjálfstæðu öryggisúttektina.

Við eigum samt örugglega meiri snillinga í hugbúnaðargerð en bandaríkjamenn....

Friðjón Friðjónsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 02:47

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég held að þótt kosningin sjálf geti farið fram rafrænt, muni það seint gerast að hver og einn geti kosið heima í stofu. það munu líklega alltaf verða kjörstaðir undir eftirliti. öðruvísi er ekki hægt að vera viss um að hver og einn kjósi í eigin persónu og ótilneyddur.

Brjánn Guðjónsson, 23.6.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband