Föstudagur, 26. júní 2009
Blogbugtracer
Alltaf gaman að finna bögga.
Það gerðist í dag að þegar ég kíkti inn á blog-stjórnborðið mitt voru horfnir allir opna linkar við athugasemdirnar. Þeir voru þar í morgun.
Ég sendi umsjónarmönnum bloggsins póst þar sem ég spurði hvort mitt blogg hefði fengið kveisu eða allur bloggheimur. Hef ekki fengið svar ennþá.
Þegar ég kom heim, undir kvöld, var ástandið eins, svo ekki tengdist þetta vafranum á vinnutölvunni.
Þegar líða tók á kvöld settist ég við tölvuna og vafraði um bloggheima. Þetta pirraði mig ekki mikið, en oggopínu. Vildi vita hvað ylli. Sá að aðrir áttu ekki í vandræðum með að kommenta á sín blogg og ég geri fastlega ráð fyrir að flestir noti einmitt þessa opna linka til að fara beint in á viðkomandi blogg sín til að svara.
Svo vaknaði í mér lítill Sjérlákur Hólmur.
Ég vissi u.þ.b. hvenær þetta gerðist. Með ca klukkutíma vikmörkum og upp kom grunur um að eitt ákveðið komment ylli þessu. Eitthvað í html kóða þess sem færi svona með stjórnborðið. Þar sem örfá komment komu inn í dag var ekki erfitt að finna aðila með stöðu grunaðs.
Ég fór í færslulistann minn og fann einhverja gamla færslu sem enn var hægt að kommenta við. Setti sjálfur inn eins mörg dummy komment og þurfti til að hið grunaða komment hyrfi af listanum í stjórnborðinu og voila!
Nú hef ég tekið þrjú snapshot sem sýna þetta, ásamt afriti af kóða síðunnar (html source) meðan þetta var í ólagi.
Ætla að gefa bloggyfirvaldinu færi á að svara póstinum mínum og þá mun ég færa þeim niðurstöðurnar, svo þeir geti gert tilhlýðandi ráðstafanir og lagfæringar hjá sér.
Öll viljum við, jú, gera bloggið betra.
Ef ekki, birti ég það bara hér síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.