Mér er flökurt

Mikil aukning hefur orðið á nauðungasölum á árinu. Eins heyrði ég að fjárnámsbeiðnum hefði fjölgað um tíu af hundraði.

Hvaða fólk ætli sé hér um að ræða? Sjálfsagt ýmiss konar fólk. Örugglega eru þarna inn á milli skítakarakterar. Þeir finnast í flestum hópum þjóðfélagsins. Þarna er þó örugglega líka fólk sem ekki drýgði alvarlegri glæpi en að ráða ekki við síhækkandi húsnæðislán. Fólk sem örugglega hefur viljað standa í skilum, en ekki getað. Fólk sem talaði fyrir daufum eyrum þegar það mætti á fund bankastjórans, að biðjast miskunnar.

Auðvitað nennir enginn að sóa dýrmætum tíma sínum í að tala við almúgann. Hvað þá að afskrifa eitthvað af þeim „smáaurum“ sem það lið skuldar. Málið heldur sent til einhvers afætufyritækjanna sem nærast á ógæfu fólks. Fyrirtækjanna sem ráða til sín lögfræðinga sem fá ekki betri djobb en að gerast rukkarar. Já, ég er að tala um innheimtufyrirtækin. Öll með tölu.

Svo dúkka upp tveir lúserar sem fengu milljarðalán til kaupa á ríkisbanka, á útsölu. Mennirnir hafa ekki lufsast til að borga þetta lán á þeim 6 árum sem liðin eru síðan. Reyndar var gefin út stefna sem, obbossí, týndist bara siona. Æjæ. Svo ætlast þeir til að fá niðurfellda hálfa skuldina, alls um 3 milljarða. Þrjú þúsund milljónir. 3.000.000.000 kall!

Brandarinn er ekki búinn. Nei aldeilis ekki. Það besta er eftir.

Stjórn bankans ætlar að funda um málið!

Möo. þá á að skoða málið! Halló! Ég hefði búist við að mönnunum tveimur yrði sýndur fingurinn, eða í besta falli hlegið að hugmyndinni.

Það kemur sem sagt til greina að afskrifa milljarðana þrjá hjá þessum mönnum, á sama tíma og þeir eru vel borgunarfærir. Í það minnsta sá yngri.

En að afskrifa þúsund sinnum lægri skuldir hjá alþýðufólki. Nei það má ekki.

 

Gubb!

 


mbl.is Rúmlega 100 fasteignir á uppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jjaaá, tjaa,  funda um málið.  Hver gerir það? sömu glæponarnir og sem fyrir voru í bankanum?   Verður áheyrnarfulltrúum leyft að sitja fundinn. T.d. fulltrúar frá öryrkjab. fulltrúar frá ellilífeyrisþegum,  og svo margir fleiri sem sjálfsagt vilja hlusta á vitfirringa auðvaldsins smeyja sér undan kúlulánum og öllum öðrum svikamyllum.... Skammist ykkar,  en það kunnið þið víst ekki........

J.þ.A (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm....

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2009 kl. 16:17

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Shocked 





Magnús Sigurðsson, 7.7.2009 kl. 17:07

4 identicon

Vér búum í bananalýðveldi !!!

Jóka (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband