Föstudagur, 10. júlí 2009
Hvernig smitast grasbítar af sýktu kjöti? Einhver?!!
Landbúnaðarráðherra vill innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins, þó með þeirri undantekningu að leyfa ekki innflutning á hráu kjöti.
Margir óttast að hrátt kjöt geti borið með sér sjúkdóma.
Þó virðist ráðherrann ekki óttast að sjúkdómarnir berist í menn, hunda, refi, minka, eða aðrar hérlendar dýrategundir sem reglulega leggi sér kjöt til munns.
Nei, því í frétt Ríkisútvarpsins tiltekur hann sérstaklega hve mikilvægt sé að verja íslensku húsdýrin; kýr, kindur og hesta. Dýr sem eru grasbítar og eftir því sem ég kemst næst, líta ekki við ketmeti.
Eigi einhver leið hér um sem kann skýringu á hvernig sýkt kjöt gæti smitað þessar skepnur má endilega útskýra það fyrir fáfróðu borgarbarninu, mér.
Athugasemdir
Það væri þá ekki nema að íslenskur hrútur færi að gamna sér með útlensku læri?!
Eygló, 10.7.2009 kl. 01:10
Riðuveikar rollur
Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.7.2009 kl. 01:39
Án gríns, faeðukeðjan sér fyrir því. Hvítir mávar éta úrgang úr kjötvinnslu með hrátt sýkt kjöt, fljúga svo í Borgarfjörð og drita þar á gras og lendur og búmm.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.7.2009 kl. 01:45
ok, þetta með mávana gæti meikað sens, en væri ekki heldur að setja strangar reglur um meðhöndlun og förgun úrgangsins og t.d. banna notkun þessa kjöts í dýrafóður, heldur en að banna innflutninginn eins og hann leggur sig?
þetta með húsdýrin er bara yfirskyn, held ég. ég held hér sé bara verið að vernda bændur fyrir samkeppninni. sama gamla sagan.
Brjánn Guðjónsson, 10.7.2009 kl. 02:01
Auðvitað Brjánn, hárrétt athugað hjá þér.
Gamla haftastefnan hefur náð nýjum haeðum!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.7.2009 kl. 02:11
Jón Bjarnason hefur sumsé sjálfur flett ofan af eigin framsóknarmennsku
Brjánn Guðjónsson, 10.7.2009 kl. 02:23
Þetta er hið séríslenska bull, sem enginn trúir ekki einu sinni yfirdýralæknir og er þá mikið sagt. Þetta er bara ofurverndarstefna fyrir eina starfsstétt og menn eiga að bara nota rétta orðið.
Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 14:46
já já útrýmum bara bændum, alveg eins og við erum búinn að eyðileggja heilu þorpin á landsbyggðinn með sölu á kvóta á fáar hendur. leggjum bara niður landsbyggðina eins og hún leggur sig og stofnum hið fullkomna ríki Reykjavíkur-police. flytjum svo inn allt kjöt og allan fisk, og bara hættum að framleiða nokkurn skapaðan hlut flytjum allt inn, er ekki allt þetta erlenda alltaf betra og ódýrara.
svo vegna þess að íslenskt vinnu afl er svo dýrt fyrir fyrirtækin í landinu, þá skulum við engöngu hafa erlent vinnuafl, flytjum inn tölvunarfræðinga, verkfræðinga, lækna, hjúkkur og jafnvel stjórnmálamenn. væri þetta þá ekki fullkomið, búinn að losa okkur við allt sem kostar okkur eitthvað ég held að Ísland væri þá fullkomið!!
Steini Tuð (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 11:46
Ef ég man rétt þá var aðalástæðan fyrir því, að grasbítar á borð við nautgripi sýktust af "kúafári" í Evrópu á sínum tíma, sú að beinamulningur og annar úrgangur úr þeirra eigin tegund var notaður til að drýgja fóðrið. Þannig skapaðist einhvers konar sjúk hringrás í fæðukeðjunni, sem ekki kunni góðri lukku að stýra.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.7.2009 kl. 01:17
Steini. Það er enginn að tala um að útrýma bændum, en hinsvegar mætti þeim alveg fækka eitthvað og gera greinina hagkvæmari.
Hildur. Reglur um meðferð úrgangs verða að vera strangar og skýrar. Reyndar finnst mér frekar ógeðfellt að gefa dýrum fóður sem unnið er úr þeirra eigin tegund.
Brjánn Guðjónsson, 13.7.2009 kl. 18:22
Brjánn, ég held að þeim fækki nú alveg nógu hratt, skil ekki alveg hvað þú átt við með að gera greinina hagkvæmari. en ef það yrði gefið alveg frjálst að flytja inn kjöt þá mun það útrýma bændum, það er nógu erftir að vera bóndi í dag að það mundi ekki hjálpa að geta ekki selt kjötið sitt. það er nógu lágt verð sem bændur fá fyrir kjötið sitt nú þegar. þú veist það að ég var bóndi og það eina sem að ég safni voru skuldir.
Steini Tuð (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 18:27
Bændum mætti fækka um helming og gætu þá þeir sem eftir yrðu stækkað bú sín.
Gættu að því að um leið og frjálst verður að flytja inn kjöt opnast um leið tækifæri til að fýtja út. menn gleyma því gjarnan og ef íslenska kjötið er svona miklu betra en hið erleda, eins og sumir halda fram, ætti að verða auðvelt að finna markaði fyrir eðalketið.
Brjánn Guðjónsson, 13.7.2009 kl. 19:09
Einmitt fjölgum atvinnulaus sem að mæla göturnar, bændum fækar nógu hratt að það þurfi ekki að skjóta þá á færi með því að gef frjálsan innflutning
Bara að láta þig vita það að fjárbændur sem að eiga kvóta eru skyldugir til þess að selja vissan hluta af því sem að slátrað er í útflutning, og ég get líka sagt þér það að þeir fá mun minn verð fyrir það! það eru ekki margar þjóðir sem að borða mikið af lambi, og þeir sem að það gera framleiða meira en nóg ef því, því ætti einhver að kaupa þá íslenskt kjöt ef það er svona mikið ódýrara en kjötið sem að þeir framleiða og flytja til íslands? hættum bara allri framleiðslu á íslandi það er kvort eða er mikið dýrara en það erlenda, setjum bara alla á atvinnuleysisskrá, þá er málinu reddað. Allir versla innflutt, þá geta allir verið atvinnulausir og keypt ódýrt inn fluttan mat og annað.
Steini Tuð (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:01
heheheh LOL, ég hefði átt að lesa þetta yfir heheheheh, stundum orða ég þetta vitlaust heheheheh lol!!!
Steini tuð (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:03
fólk er víðast tilbúið að borga góða vöru hærra verði. ef íslenska kjötið er svona æðislegt ætti það ekki að vera vandamál.
kannski eru menn bara hræddir við að í ljós komi að íslenska kjötið sé ekki jafn æðislegt og íslendingar vilja meina?
Brjánn Guðjónsson, 15.7.2009 kl. 20:17
VELJUM ÍSLENSKT! ÍSLAND BEST Í HEIMI! ÍSLENSKT BRENNIVÍN!!!!!!!
Bjallaðu í mig kútur!
Steini Tuð (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 19:05
Íslenskt brennivín skal í hávegum haft. rétt hjá þér félagi.
Brjánn Guðjónsson, 16.7.2009 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.