Vonbrigði

Er þær fréttir bárust mér til eyrna að Borgarahreyfingin hefði ákveðið að blanda saman tveimur þingmálum og stunda pólitísk hrossakaup upplifði ég vonbrigði.

Í fyrsta sinn síðan ég fékk kosningarétt fann ég þá sterku tilfinningu í vor að hafa kosið rétt. Ég kaus Borgarahreyfinguna. Fólk sem að því virtist hafði réttlætistilfinninguna að leiðarljósi og sagðist ætla að fylgja sannfæringu sinni. Fólk sem hafði lýst þeirri skoðun sinni að aðildarviðræður við €vrópusambandið og aðildarsamningur væri forsenda þess að geta tekið afstöðu um hvort Íslandi væri betur borgið innan sambandsins eða utan þess.

Gerist það, að þingfólk Borgarahreyfingarinnar setji ákveðna lyktan eins þingmáls sem skilyrði fyrir afstöðu þeirra í öðru þingmáli, eru þau að stunda pólitísk hrossakaup. Eitthvað sem ég hef helst tengt flokkum Sjálfstæðis- og Framsóknar.

Ég á mér enn þá von að þau sjái að sér. Að öðrum kosti mun fullvissa mín um rétt ráðstöfuðu atkvæði breytast í eftirsjá.


mbl.is Óbreytt stefna Borgarahreyfingarinnar varðandi ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: fellatio

Finnst þér ríkisstjórnin stundi eðlileg vinnubrögð í sambandi við þessu 2 stærstu mál Íslandssögunnar, Icesave og ESB. Leyndar skýrslur og minnismiðar, almenningur fær ekki að vita hvað er í gangi og ekki kjósa um þessi mál. Ef einhversstaðar er verið að stunda verslun með hrossakjöt þá er það hjá ríkisstjórninni.

fellatio, 15.7.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

veit ekki um neina minnismiða nema frá fyrri stjórn S+D.

eru skýrslurnar eitthvert leyndó? hafa þær ekki verið birtar eftir að eftir því var leitað?

annars er mitt fólk ekki í ríkisstjórn svo þú nærð ekki höggstað á mér vegna þess

Brjánn Guðjónsson, 15.7.2009 kl. 18:40

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en láti þau verða af fyrirætlunum sínum um hrossakap, mun ég ekki lengur líta á þau sem mína fulltrúa.

Brjánn Guðjónsson, 15.7.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband