Maybe I should have

Geir H. Haarde fór í útvarpsviðtal í dag. Geir hefur ítrekað neitað íslenskum fjölmiðlum um viðtal síðustu vikur og mánuði. Aðspurður um hví hann hafi ekki gefið færi á viðtali fyrr hefði hann líklega svarað...

„Maybe I should have.“

Sagðist hann ekki hafa haft grænan grun um alvarleika efnahafsástandsins hér. Aðspurður um hvernig það mætti vera, hafa verandi innsti koppur í búri ríkisbatterísins og hagfræðimenntaður að auki, hefði hann líklega svarað...

„Maybe I should have.“

Eins og flestum er kunnugt, sat Geir sem fastast í fjóra mánuði, aðgerðalítið, eftir að ljóst varð hvílík kollsteypa hafði átt sér stað. Aðspurður hví hann hafi ekki sagt af sér löngu fyrr hefði hann líklega svarað...

„Maybe I should have.“

 

Ég hlustaði ekki á viðtalið. Var upptekinn í vinnunni.

Maybe I should have.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Beittur..

hilmar jónsson, 18.8.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband