frá bloggi til böggs

Ég hef verið latur að blogga lengi. Eiginlega bara nokkuð lengi.

Haustið 2007 fór ég að kíkja á bloggið. Var bara óskráður maður úti í bæ. Á þeim tíma var leikur kenndur við Karl Tómasson, bæjarfulltrúa í Mosó, vinsæll á blogginu og var kallaður Kalli Tomm. Leikurinn fólst í því að einhver hugsaði sér persónu og aðrir áttu að giska, eitt gisk per innlegg og þannig komast að því hver persónan var.

Reglan var að sá sem vissi svarið átti næst á „ver'ann“. Sem sagt að hugsa sér persónu.

Ég datt inn í þennan leik og hafði gaman að. Var þó óskráður. Eitthvert kvöldið nöldraði einhver þáttakandinn yfir því að ég, óskráður njólinn, væri að taka þátt. Þá skráði ég mig á blog.is. til að geta tekið þátt án tuðs.

Svo fór ég að blogga. Ýmist innan úr mér eða að skrumskæla fréttir dagsins. Allt í bland. Stundum pólitískt. Stundum ópólitískt. Allt eftir efnum og ástæðum. Mér fannst gaman að taka fréttir dagsins og endurskrifa þær. Helst á einhvern absúrd hátt.

Svo kom blessuð kreppan. Já, margt gekk á í vetur, en síðan í vor er leitun að bloggara sem skrifar um annað en Icesave, eða eitthvað fjármálatengt.

Ég er ekki að dissa neinn.Kannski eru bara allir svona uppteknir af Icesave og ESB og spillingu og hvað það nú er.

Ég skil reiðina. Talaði um mólótoffa og AK-47 við vini mína. Ég var reiður. Argandi gargandi reiður.
Bloggið er líklega spegill almúgans og þess sem fólki býr í brjósti.

Við erum þó ekki bara skattgreiðendur, launþegar og skuldarar. Við erum fólk sem viljum njóta þess að vera til. Fólk sem vill sjá og heyra annað fólk.

Það er svo margt annað sem skiptir máli en peningar. Slæmt ef þeir sem hvað harðast mótmæla, gleyma því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 "Freedom is another word for nothing left to lose"

 Texti:Chris Christofferson

 Janis Joplin á Youtube  http://www.youtube.com/watch?v=AEBTamMrYbw

Besta upptakan er med the Full Tilt Band og ég held thad sé bandid thessari upptöku en hljódid er dálítid "burkigt" En bandid er príma!

S.H. (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 09:42

2 identicon

Þú ert góður penni og átt að láta hann leika í fingrum þér hvort sem í bloggi, lagatextum eða öðru.  Ekki lúra á hæfileikanum, fáðu útrás í skrifum ;)

Bóthildur (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er rétt hjá þér, bloggið hefur breyst ótrúlega mikið eftir kreppu en líklega er það í samræmi við þjóðarsálina.  

Fólk mætti gjarnan leggja sig meira fram við að búa til góðar stundir, jafnvel þótt peningana skorti.  Það er vel hægt. 

Verst finnst mér persónulega að díla við hugsunina um spillinguna og óréttlætið.  Mér finnst óþolandi ef nokkrir "delar" komast upp með að rústa landinu.

Áfram Brjánn !

Anna Einarsdóttir, 23.8.2009 kl. 11:59

4 Smámynd: Brattur

Flott færsla... maður verður að rífa sig af og til upp úr volæðinu og reyna að hugsa um eitthvað annað... hvað vitlaust sem það svo kann að vera... fíflast aðeins meira... þá kemur þetta...

Brattur, 23.8.2009 kl. 13:21

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já. ég skil alveg reiðina, en þegar hún er svona yfirþyrmandi dregur hún úr manni allan mátt. maður sér varla annað á blogginu, um þessar mundir, annað en kreppublogg.

sem betur fer eru undantekningar og ég reyni að þefa þær uppi.

Anna og Brattur. þið eruð í hópi undantekninganna sem gera að verkum að maður endist hér ennþá.

Brjánn Guðjónsson, 23.8.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband