Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Skattlagning á lofti
Íslandsbanki hyggst grípa til þess ráðs að lækka höfuðstól húsnæðislána í erlendri mynt og hefðbundinna verðtryggðra lána og breyta þeim í óverðtryggð lán í krónum.
Svona hefst viðtengd frétt. Gott er ef satt reynist. Það sem mér fannst þó merkilegat í fréttinni var eftirfarandi málsgrein:
Samkvæmt lögum þyrfti að greiða skatt af niðurfellingu lánsins, í hlutfalli við þá upphæð sem yrði afskrifuð.
Ég er pínulítið hugsi yfir þessu.
Annars vegar vegna þess að mér þykja verðtryggð húsnæðislán verðtryggð á rangan hátt. Verðtrygging er hugsuð þannig að lánveitandi fái til baka upphæð sem hefur sama verðgildi og upphaflega lánið var á þeim tíma. Hvernig mælum við verðgildi peninga? Jú, til þess var fundin upp vísitala sem samanstendur af allskyns varningi. Taki ég lán til kaupa á spergilkáli, er þá ekki eðlilegast að verðtryggja það með vísitölu spergilskáls? Ok, hún er víst ekki til og því er notuð vísitala neysluverðs. Yrði að sætta mig við það þótt í þeirri vísitölu séu augnskuggar, áfengi og ananas. Fái ég lánað til kaupa á húsnæði, er þá ekki eðlilegt að verðtryggja það með vísitölu húsnæðisverðs? Það finnst mér. Sú vísitala er til og því óþarfi að verðtryggja með augnskugganum. Þar sem almennur neysluvarningur hefur hækkað mikið í verði, á sama tíma og húsnæðisverð hefur lækkað er hér um að ræða ósanngjarna hækkun sem er í raun bara loft. Því tel ég skattlagningu á því sem ég kýs heldur að kalla leiðréttingu verðtryggðra lána ósanngjarna.
Á hinn bógin eru gengistryggðu lánin. Lán sem tekin voru í íslenskum krónum, nota bene. Aðgerðir bankanna sjálfra, í fyrra, gegn krónunni vilja sumir segja helstu ástæðu fyrir gengishrapi krónunnar. Er þá réttlátt að lántakinn blæði fyrir það? Væri ekki réttast að senda bönkunum sjálfum reikninginn? Auk þess að vafi leikur á hvort sú verðtrygging sem þar var brúkuð sé lögmæt. Að því gefnu að svo sé ekki er um ólögmæta hækkun lánanna að ræða og því yrði leiðrétting þeirra einungis afskrift ólöglega hækkanna. Er ríkinu stætt á að skattleggja slíkt?
Það kemur manni svo sem fátt á óvart lengur. Eins absúrd og íslenskt þjóðfélag er. Mér skilst að sykurskatturinn hans Joðs nái meira að segja til sódavatns. Þótt sykurlaust sé.
Höfuðstóll lána verði lækkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eðlilegast að tengja húsnæðislánin við launavísitölu, finnst mér...
Varðandi þennan svokallaða sykurskatt... þá er verið að fara í sömu vörugjöld og voru á þessum vörum fyrir 1. mars 2007 ef ég man rétt... þetta er sælgæti... gos... sykrað kex o.þ.h.
Brattur, 26.8.2009 kl. 20:27
Góð grein...... mikið vit í kolli þínum.
Anna Einarsdóttir, 26.8.2009 kl. 20:28
ég þakka hlý orð í minn garð
Brjánn Guðjónsson, 27.8.2009 kl. 10:21
Ertu með stóran garð ?
Anna Einarsdóttir, 27.8.2009 kl. 12:26
bara frændgarð. hann er svona í meðalllagi :)
Brjánn Guðjónsson, 27.8.2009 kl. 12:33
Nú ertu bara með frændgarð, ertu ekki með tanngarð líka?
Steini Tuð (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.