Laugardagur, 5. september 2009
Bloggvinir
Ég man eftir ákveðnu blæti sem heltók blogheima fyrir rúmu ári. Þá voru allir að taka til á bloggvinalistanum sínum og henda úr fólki. Þá líklega bloggurum sem það sjálft ekki las.
það sem fólk kannski spáði ekki í er að bloggvinasambandið virkar í báðar áttir. Þ.e. að þótt A lesi ekki blog hjá B, getur verið að B lesi blogg A.
Sjálfur hef ég verið á blogginu í ca 1,5 ár. Ég hef sent örfáar vinabeiðnir en megnið af mínum bloggvinum hafa sent mér beiðni. Enda er ég óferjandi gapuxi.
Ég les ekki öll blogg allra á hverjum degi. Þá gæti ég ekki sinnt starfi mínu.
Það að hafa bloggvini snýst nefnilega ekki bara um það að lesa þeirra blogg, heldur ekki síður að þeir hafi sjortkött á mitt blogg.
Ég á einhvern helling af bloggvinum. Les blogg þeirra mis oft og mis vel. Sumir eru í gríninu, aðrir í alvöru þjóðmálanna. Sumir vel skrifandi og vel máli farnir en aðrir ekki. Bjútíið við flóru mannlífsins.
Ætla ekki að fremja upptalningu.
Munum bara að bloggvinassambandið er tvíbent.
Athugasemdir
Bloggavinasamand getur verið æði tvíbent!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2009 kl. 00:56
Ég hef tvívegis gert rækilega bloggvinatiltekt. Hent út um 20 í hvort skipti. Ástæðan var sú að ég uppgötvaði að sumir svokallaðir bloggvinir höfðu mig ekki á bloggvinalista. Í flestum (eða öllum? Man það ekki) tilfellum þannig að þeir höfðu einfaldlega engan sýnilegan bloggvinalista.
Í öðru lagi voru það bloggvinir sem aldrei höfðu nein samskipti.
Í þriðja lagi voru það bloggvinir sem einnig höfðu aldrei nein samskipti og voru augljóslega hættir að blogga.
Það er engin ástæða til að glenna á bloggsíðuna sína myndir af bloggvinum sem eru í raun engir bloggvinir. Þess í stað er betra að rækta sambandið við þá sem eru raunverulegir bloggvinir. Segi ég og er þó skammarlega latur við að skilja eftir mig fótspor á þeim bloggsíðum sem ég heimsæki. Bæði bloggvinum og öðrum. Skamm, skamm.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 01:16
Flóra mannlífsins er falleg,
vinatékk ;)
Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.9.2009 kl. 06:03
Ef þú ert óferjandi gapuxi þá er ég brattur broddgöltur... það er gaman að lesa skrif þín... góður penni, uxinn þinn...
Brattur, 5.9.2009 kl. 10:21
Ég lít á ykkur öll sem vini mína og það styttist í það að ég banki upp á hjá ykkur um kvöldmatarleytið..kv.
hilmar jónsson, 5.9.2009 kl. 19:26
Um helgar með fjölskylduna..
hilmar jónsson, 5.9.2009 kl. 21:48
takk fyrir innlitið öllsömul :)
Brjánn Guðjónsson, 6.9.2009 kl. 19:33
Já maður þarf heldur betur að fara að taka til á blogginu sínu! Henda 2/3 þriðju út og bjóða restinni í partý!
Soffía Valdimarsdóttir, 8.9.2009 kl. 12:29
Brjánn Guðjónsson, 8.9.2009 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.