Föstudagur, 18. september 2009
Greiðsluverkfall - ég er með
Ég er reyndar ekki að greiða af húsnæðisláninu mínu eins og er. þurfti að fá það fryst til að geta greitt niður bakreikning vegna aukameðlaga úrskurðuð 1,5 ár aftur í tímann. Það bólgnar væntanlega duglega á meðan. Beltin og axlaböndin sko.
Hins vegar hlustaði ég á Marínó Njálsson í Kastljósi kvöldsins, í bakgrunni, meðan ég var að stússast. Hann talaði um fleira en bara að greiða ekki af lánum. Ss. að hemja útgjöld og kortanotkun, sem og að taka út bankainnistæður.
Ég ætla að taka þann þátt sem ég get. 1. október ætla ég að taka út allt af mínum reikningi og greiða fyrir vörur með reiðufé þann mánuð. Þótt í fréttum hafi verið talað um að innlánsvextir séu himinháir og því liggi fólk með peningana sína á bankareikningum, er verið að tala um hákarlana sem geta leyft sér að láta peninga liggja lengi inni á reikningi. Innlánsvextir af tékkaréikningum, sem flestir landsmenn nota, eru ekki nema uþb. 0,5%
Held að koddinn ávaxti ekki mikið verr en það.
Hvort heldur fólk ætlar að taka þátt í greiðsluverkfalli eður ei, hvet ég alla til að taka út allt sitt af bankareikningum sínum og láta reikninginn standa á núlli í október. Engin áhætta fyrir okkur en bankarnir munu finna fyrir því. Þeir þurfa nefnilega innlánin til að lána út. Reyndar finnst mér að við ættum að gera þetta í hverjum mánuði allt þar til við sjáum breytingar og leiðréttingar á lánum.
Látum bankana ekki njóta afnota af peningunum okkar!
Eins finnst mér skrítið að enginn mótmæli þeim rökum sem þeir sem vilja viðhalda verðtryggingunni halda fram. Vissulega er rétt að ef engin væri verðtryggingin væru vextir hærri. Það skil ég vel. Hins vegar myndi höfuðstóllinn aldrei vaxa, eins og verðtryggður höfuðstóll gerir og fólk væri alla vega að greiða eitthvað niður við hverja afborgun. Jafnvel þótt megin hluti greiðslunnar væru vextir. Lánin myndu aldrei hækka. Í versta falli standa í stað. Hví bendir enginn á það?
Óraunsæi að hundsa verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki að gera lítið úr þessum samtökum eða aðgerðum sem ráðgerðar eru en ég skil ekki hvernig það hjálpar.
Eygló, 18.9.2009 kl. 01:12
láta kerfið finna fyrir. um leið og fólk hættir að greiða eða láta peningana sína liggja á bankareykningum, sem eru allt peningar sem bankarnir geta ráðstafað áfram, munu þeir finna fyrir því.
því fleiri því betra.
Brjánn Guðjónsson, 18.9.2009 kl. 01:27
Brjánn: Heyr Heyr og hér verður gert það sama !
Eygló: Hvenær er það sem okkur hefur virkilega orðið ágengt launafólki? Jú þegar við höfum nýtt verkfallsrétt okkar. Í þessu máli er hann algjör nauðsyn til þess að eitthvað verði gert. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa neitað að hlusta á lántakendur. 'Eg var á kosningaskrifstofum beggja þessara flokka og þingmannsefni þeirra firstu við og gerðu grín að mér þegar ég spurði þá um þessi mál. Veruleikafirringin er slík að það verður að berja í borðið svo þeir hlusti.
Greiðsluverkfall er mun skárri kostur en að allt verði logandi hérna í uppþotum á meðan restin annað hvort frís í "mér er skítsama um allt" viðhorfum eða flýr land.
Greiðsluverkfall og þeir munu VERÐA að hlusta.
Baráttukveðja !!
Björg F (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 01:29
Ég fer í bankann minn á morgun og tek út það sem ég á þar, ég gerði það líka fyrir ca. 2 mánuðum síðan. Ég vil helst ekki eiga eina krónu í mínum banka ( f.v Glitni)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2009 kl. 01:36
hafa bara allt í veskinu og þurfa ekki að nota kort. bara fínt
Brjánn Guðjónsson, 18.9.2009 kl. 01:48
sendum kerfinu fingurinn!
Brjánn Guðjónsson, 18.9.2009 kl. 01:48
Bara ef það væri svo gott að ég ætti einhvern pening til þess að taka út.
Steini Tuð (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.