Föstudagur, 18. september 2009
Greiðsluerfiðleikar - tvíblogg
Fyrsta skipti sem ég blogga tvisvar um sömu frétt, en ákvað að skrifa nýtt fjas í stað þess að bæta við það fyrra, þar sem efnið er annað.
Nú hefur spurst út að Joðhanna, ríkisstjórn Joðs og Jóhönnu, hafi áætlanir á prjónunum.
Það á kannski að skera úr snörunni þá sem eru við það að verða hengdir.
Hinir, sem eru komnir á hengingarpallinn en enn ekki búinir að heyra sneriltrommuna eða fá um hæalsinn snöruna, eða þeir sem bíða þess að stíga á pallinn, geta étið það sem úti frýs. Þeir verða þá bara hengdir á morgun. Þeirra mál bara halda áfram að versna.
Forvarnir eru ekki til sem hugtak hjá Jöðhönnu. Enginn vill taka í mál að bjarga fólki áður en snaran er sett um háls þess.
Þetta heitir að lækna einkennin í stað orskanna. Reyndar í takt við vestræna hugsun og vestræn læknavísindi.
Aukreitis fróðleiksmoli:
Enska orðið snare þýðir snara og snaredrum, sem á íslensku kallast sneriltromma, fékk nafn sitt af því að hún var slegin við hengingar. Snörutromma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.