Enn kunna blaðamenn ekki íslensku

Ætti ég að leiðrétta málfræðivillur allra frétta mbl.is væri það 80% starf. Ætti ég að leiðrétta allar fréttir allra íslenskra fréttamiðla þyrfti ég aðstoðarmann.

Hér höfum við frétt um gagnaver. gagnaver er hvorukynsorð. talað er um það gagnaverið og þau gagnaverin.

Í viðtengdri frétt er talað um uppbyggingu gagnavara(!?!).

Hverjir eru gagnavararnir?

Ok, líklega er um innsláttarvillu að ræða, þar sem síðar í fréttinni er talað um gagnaver.

Þá vaknar önnur spurning. Hvar eru prófarkarlesararnir? Er virkilega engin sem les yfir textann áður en honum er póstað inn á vef mbl.is?

Er mbl.is ekki annað en blogg?


mbl.is Nýtt gullæði á Íslandi?
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

mbl.is er ekki prófakalesið.

Magnús Óskar Ingvarsson, 10.10.2009 kl. 09:50

2 identicon

Að ekki sé nú minnst á þetta:  "Rakið er hvernig kalt loftslags.."

Jón Sig (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Brattur

Ég held að mbl.is sé bara blogg... það virðist ekki vera gert ráð fyrir prófarkarlestri á netmiðlinum...

 Annars er ég frekar slappur í stafsetningu og átta mig stundum ekki á hvers kyns orð eru... t.d. í spilum veit ég aldrei hvort "Nóló" er kvennkyns eða hvorukyns orð... og segi því oftast pass...

Brattur, 10.10.2009 kl. 09:56

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nóló er hvorugkyns

Brjánn Guðjónsson, 10.10.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Brattur

ha, ertu viss... allsstaðar á landinu !?

Brattur, 10.10.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband