Laugardagur, 31. október 2009
Lopavinnsla Láru auglýsir eftir starfsmönnum
Lopafatnaðarframleiðandinn Lopavinnsla Láru, sem vinnur nú að þremur nýjum vörulínum á íslenskum lopafatnaði, til markaðssetningar í Bandaríkjunum og Kína, hyggst fjölga starfsmonnum sínum verulega á næstu 12 - 18 mánuðum eða um rúmlega 15 manns.
Að sögn fyrirtækisins hefur það þegar ráðið til sín um 9 starfsmenn það sem af er þessu ári og vinna nú um 45 manns hjá Lopavinnslunni, þar af 23 á Íslandi.
Fyrirtækið segir, að tækifæri sé til þess að ráða stóran hluta af þessum 15 starfsmönnum á Íslandi ef mannskapur fæst. Fyrirtækið leiti nú logandi ljósi að fólki með menntun á sviði fatahönnunar, prjónatækni, lopa- og ullarfræði, auk stílista af ýmsu tagi, til þess að framleiða lopavörur framtíðarinnar.
Ritstjórn Húsmæðratíðinda þótti ríkt tilefni til að slá þessum stórtíðindum fram sem forsíðufrétt.
CCP auglýsir eftir starfsmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að ráða 150 manns í kreppu er fréttnæmt. Einfalt.
blibb (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 05:50
en kæri blibb. það er engin andsk.... kreppa. það eina sem gerðist hér var að gengið hrapaði og á því tapar almenningur, vegna hækkandi verðlags og verðtryggingar. útflutningsfyrirtækin græða hins vegar.
Brjánn Guðjónsson, 31.10.2009 kl. 06:32
Brjánn... þetta er ekki venjuleg kreppa í gangi núna.
þetta er einfaldlega efnahagslegkreppa....þetta ekki eins og hinar kreppurnar sem hafa orðið hér á fyrri árum þegar fór að skorta á mjólk,brauð og annað.
megum við ekki kalla þetta
Peningakreppa!
Arnar Bergur Guðjónsson, 31.10.2009 kl. 09:12
fyrir mér er harðlífi meiri kreppa en það sem við tröndum frammi hér á landi.
það hefur vissulega orðið gífurleg kaupmáttarrýrnun, en hún er ekki einungis vegna gegnishrunsins, heldur ekki síst sjálfskaparvíti vegna verðtryggingarinnar.
gengishrunið orsakaði verðhækkanir, sem skerða kaupmátt. hinsvegar sér verðtryggingin um að höfuðstóll og afborganir lána hækkar að sama skapi og dregur því enn meira úr kaupmætti.
menn tala um að lágt gengi krónunnar hjálpi okkur nú, því það styrki útflutningsgreinarnar. það er alveg rétt, per se. hins vegar kemur það illa niður á almenningi. sérstaklega þegar verðtryggingin gerir skaðann meiri.
hins vegar, hefðum við haft sterkari mynt en krónuna hefði gengishrunið aldrei komið til og fæstir hefðu fundið fyrir nokkrum óþægindum. hefðum líklega ekki heldur þetta verkfæri andskotans, verðtrygginguna.
Brjánn Guðjónsson, 31.10.2009 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.