Ráðgjafar

Ég man að í kring um gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar var eitthvað haft eftir talsmanni hans í útvarpinu og mér varð á orði við vinnufélaga minn, „Hve gjaldþrota er sá sem efni hefur á prívat talsmanni á fullum launum?“ Hann svaraði með einu orði, „Nákvæmlega.“

Nú er komið í ljós að ráðgjafinn hætti fjótlega upp úr því, enda til lítils fyrir hann að gaspra áfram á skókassanum þegar kýrin er hætt að mjólka.

Vitanlega sneri hann sér að ráðgjöf. Það er trendið í dag. Allir sem annaðhvort voru í ruglinu eða tengdust því á einhvern hátt, hafa snúið sér að ráðgjöf.

Ekki veit ég hvers eðlis ráðgjöf Ásgeirs er. Hann er líklega frekar gapuxi en fjármálamaður. Hins vegar virðist sem allflestir aflóga útrásarvíkingarnir og fyrrum bankamennirnir hafi snúið sér að ráðgjöf. Fjármálaráðgjöf, af öllu undir sólinni.

Þyrfti ég ráðgjöf varðandi frið og umburðarlyndi, myndi ég snúa mér til George Bush?
Þyrfti ég ráðgjöf varðandi menntun og sjálfstæði dóttur minnar, myndi ég snúa mér til talibana?
Þyrfti ég ráðgjöf varðandi fjármál, myndi ég snúa mér til manna sem í heimsku sinni og græðgi settu banka og heila þjóð á hausinn og í spennitreyju?

Eru þessir menn virkilega að fá viðskiptavini í ráðgjöf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Brjánn, 

Svörin við kvissunum þrem eru auðvitað; Nei, Nei,Nei

Í ráðgjöf er hver og einn er sjálfum sér næstur, og þar ertu sjálfur stærstur!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.11.2009 kl. 02:58

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Nokkrar nettar samlíkingar hjá þér þarna.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.11.2009 kl. 16:32

3 identicon

þeir eru flestir flúnir land held ég og eru þeir ekki bara að veita ráðgjöf í hvernig flokka eigi rusl.  Get ekki ímyndað mér annað.  Örugglega vöntun á þannig fólki í Luxembourg. 

Jóka (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 20:38

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Jóka, áttu ekki smá gull handa mér? ég er svo svangur

Brjánn Guðjónsson, 11.11.2009 kl. 16:52

5 identicon

ég lúri á því eins og ormurinn en ég á bjúgu handa þér eða fisk með hangifloti sannkallað kreppufóður minn kæri

Jóka (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband