Fimmtudagur, 12. nóvember 2009
Úldið rafmagn í rusli
Nú er Orkuveita Reykjavíkur komin í Simbabwe flokkinn. Baqz3, sem orsakast einkum af því að salernispappír starfsmanna hefur verið breytt úr silkimjúkum í dagblaða, sem og að Orkuveitan selur einungis úldið rafmagn.
Um árið samdi Alfreð risarækjukóngur, sem þá var aðal í Orkuveitunni, við flokksbróður sinn hjá Frumherja. Finn Ingólfsson. Samningurinn mun hafa verið undirritaður í hinu opinbera reykfyllta bakherbergi Ráðhússins. Orkuveitan má ekki eiga mælana sem mæla rafmagnsnotkun. Mælingin þarf að framkvæmast af óvilhöllum aðila. Einmitt. Óvilhöllum. Því hringdi Alfreð í hinn óvilhalla flokksbróður sinn, Finn og bauð honum mælana til kaups. Ekki minnist ég þess að opinbert útboð hafi farið fram, en það er auðvitað aukaatriði þegar fyrirfram hefur farið fram óvilhallt val á óvilhöllum aðila.
Nú mælir Finnur Ingólfsson rafmagnið þitt og mitt. Óvilhallt.
Tja, nema þú færir þig yfir til Orkusölunnar, sem undanfarið hefur auglýst ferskara rafmagn. Þá skipta þeir kannski um mæli. Kannski ekki. Veit ekki hvort fleiri framsóknarmenn séu í bransanum.
En, ferskara rafmagn. Hvað er það? Þrátt fyrir að hafa landað sveinsbréfi í rafeindavirkjun minnist ég þess ekki að talað væri um ferskt eða súrt rafmagn. Rafmagn er bara rafmagn. Ég gæti þulið upp ýmis lögmál raffræðinnar og nöfn snillingana sem gerðu uppgötvanirnar, Ohm, Kirchoff, Hertz, Faraday, Henry, Tesla, Marconi og hvað þeir hétu allir. Ekki minnist ég lögmálsins um ferskleika rafmagns.
Er það virkilega þannig að til sé ferskt rafmagn og ég bara notandi úldins rafmagns? Er það eins og með tómata? Ferskir og súrir. Erum við kannski að tala um lífrænt ræktað rafmagn? Er virkilega einhver að gleypa við þessari vitleysu?
Athugasemdir
Mitt lögmál:
sölumennska x sköpunargleði / raungreinar = auglýsingin góða.
einar (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 15:38
Einar. Get fallist á sölumennsku og sköpunargleði. Raungreinar hafa hins vegar ekkert með lífrænt rafmagn að gera.
Brjánn Guðjónsson, 12.11.2009 kl. 16:12
og talandi um snilld sölumennskunnar, þá er dýrara fyrir helming þjóðarinnar (höfuðborgarsvæðið) að kaupa rafmagn frá Orkusölunni en Orkuveitunni. Kannski einhverjir bjánar láti sig hafa það fyrst það er lífrænt ræktað.
Brjánn Guðjónsson, 12.11.2009 kl. 16:20
þessi auglýsing er skýrt dæmi um þegar auglýsingastofa kynnir sér ekki viðfangsefnið sem á að auglýsa. auglýsingastofa sem er ekki starfi sínu vaxin og ber á borð tómt tað.
Brjánn Guðjónsson, 12.11.2009 kl. 16:24
Skyldu -veitan og -salan vera skyldar ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.11.2009 kl. 06:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.