Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gerum Reykjavík ekki betri. Gerum hana Besta!

Hvað eru alvöru stjórnmál? Eru alvöru stjórnmál þegar uppaldir flokksgæðingar sjá um að klúðra málum? Fólk sem aldrei hefur migið í hinn salta sjó lífsins. Aðallega í að míga yfir alþýðuna.

Svo virðast sumir halda.

Nægir hér að nefna strigakjaftana Jónas Kristjánsson og Agnesi Bragadóttur. Eins Hallgrím Helgason og Baldur Þórhallsson. Kom mér reyndar á óvart að lesa Baldur tala þannig.

Fyrir mér snúast stjórnmál um að hafa áhrif á samfélag sitt og hvernig það þróast. Simple as that.

Því er hver samfélagsþegn bær sem stjórnmálamaður. Hvort heldur hann er fyndinn eða fúll. Heiðarlegur eða ekki. Það er svo fjöldans að samþykkja hann eða hafna honum.

 

Í fyrsta sinn kemur fram „örframboð“ sem fáir tóku alvarlega í fyrstu. Þangað til að fólk gerði sér ljóst að bak við „djókið“ bjó alvara. Þá fór fylgi við það að vaxa svo ört að þeir sem hingað til hafa talið stjórnmálin sína einkaeign fengu taugaáfall. Í miðju áfallinu og án þess að ná sér niður fyrst, sem mun viturlegra hefði verið, var tekið til við að reyna að varpa rýrð á framboðið og oddvita þess. Aðferð sem reynd hefur verið oft áður og alltaf með sama árangri. Þeim að gagnast einungis þeim sem reynt er að varpa rýrð á.

Framboðið sagt „ekki alvöru“ vegna þess að á listanum séu tómir grínarar. Eins og grínarar séu ekki jafn bærir sem stjórnmálamenn og lögfræðingar, jarðfræðingar eða flugfreyjur.

Lítum aðeins á þennan svokallaða lista af grínurum. Topp átta, sem myndu ná kjöri samkvæmt síðustu skoðanakönnun.

Jón Gnarr
Einar Örn Benediktsson

Óttar Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman

Karl Sigurðsson
Eva Einarsdóttir
Páll Hjaltason
Margrét Kristín Blöndal

Hve margir grínarar eru þarna?

Jú, við getum verið sammála að Jón Gnarr sé spéfugl. Karl hefur aldrei gefið sig út fyrir að vera grínari, þótt Baggalútssamsteypan sem hann á aðild að sé oft á tíðum fyndin. Óttar er best þekktur sem músíkant. Elsu þekki ég ekki, en er eflaust skemmtileg kona. Einar Örn er ekki sérlega fyndinn. Ég hef heyrt hann reyna að grínast en minnir að það hafi ekki gefist sérlega vel. Eva er tómstundafræðingur. Páll er arkitekt og Margrét titlar sig húsmóðir, þótt allir viti að hún hafi grúskað við tónlist.

Svo eftir stendur að á listanum er einn grínari. Einn! Það var þá allt grínliðið.

Þeir sem hvað harðast hafa drullað yfir Besta flokkinn hafa talað um að það væri aðeins tímaspursmál hvenær brandarinn súrni og spyrja hvað taki þá við? Svarið við því er einfalt. Alvaran. Besti flokkurinn hefur með hæðni sinni í aðdraganda kosninga gert fólki ljósan fáránleika stjórnmálanna til þessa. Sorglegt hve margir eru ferkantaðir og sjá það ekki. Hins vegar er ekkert grín að bæta borgina okkar og það vita þau alveg. Borginni gæti varla verið mikið ver stjórnað en sl. fjögur ár. Þessum almennu borgurum í Besta flokknum treysti ég fyllilega til að gera Reykjavík að betri borg.

En hvað er að því að hafa svolítið gaman að því líka?

 


Örvæntingin eykst

Um daginn skrifaði ég um örvæntingu fjórflokksins vegna fylgis Besta flokksins.

Nú virðist örvæntingin hafa náð nýjum hæðum og herferðin er hafin. Herferð til þess fallin að reyna að draga fram allt slæmt sem finnast má um formann besta flokksins og aðra meðlimi. Menn farnir að skrifa um víða netheim. Vinstri menn þó helst. Talandi tungum nöðrunnar.

Ein lágkúrulegasta og subbulegasta leið sem menn geta farið. Að upphefja sjálfa sig með að tala niður til annarra. Það væri nær að menn reyndi að finna eigin kosti og tala um þá.

En það sorglegasta, fyrir þá sem að svona herferðum standa, er þó að ævinlega koma þær í bakið á þeim sjálfum. Eigum við að rifja upp herferðina gegn Ólafi Ragnari árið 1996, eða gegn Hrannari og Helga Hjörvar árið 1994? Herferðirnar gerðu það eitt að auka heldur stuðning fólks við þá sem ráðist var gegn, en hitt. Menn virðast ekki læra af reynslunni.

Það verður fróðlegt að sjá fylgi Besta flokksins, versus fjórflokksins, í næstu könnunum.


Panic fjórflokksins!

Það er ekki ofsögum sagt að fjórflokkurinn, ásamt skósveinum sínum, er í einu allsherjar panickasti þessa dagana. Ástæðan vissulega fylgi Besta flokksins.

Fólk keppist við að gera eins lítið úr Besta flokknum og það mögulega getur. Segir hann vera plat flokk því formaðurinn er fyndinn og skemmtilegur. Fyndið fólk sem kunni að sjá spaugilegar hliðar mannlífsins hljóti að vera ófært um að starfa að stjórnmálum. Væntanlega þurfi helst að leka af fólki fýlan og leiðindin til að það sé tækt í borgarstjórn?

Oddviti VG grípur til „hvað með börnin“ málflutningsins. Oddviti Framsóknar fellur í svipaða gryfjuEiríkur Bergmann gerir lítið úr mældu fylgi Besta flokksins og tekur svo stórt upp í sig að fullyrða að Besti flokkurinn fái aðeins tvo til þrjá menn kjörna, max. Eiríkur virðist ekki fatta að því stærra sem tekið er upp í sig, þeim mun meira þurfi að éta ofan í sig.

Það virðist aðallega vera fólk á vinstri vængnum sem lætur fylgi Besta flokksins fara í taugarnar á sér. Enda heggur flokkurinn helst í fylgi þeirra. Eins hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki efni á að gera lítið úr Besta flokknum og halda fram að um sé að ræða eintómt grín og oddvitinn sé bara grínisti, óhæfur sem stjórnmálamaður.

Þeir vita það líka.

Þeir völdu sér nefnilega sjálfir oddvita til áratuga, sem var óhæfur stjórnmálamaður, en þótti svo skemmtilegur að hann átti fylgi að fagna. Allt þar til hann varð gramur og leiðinlegur.


Þöggun & hallelúja!

Rætt hefur verið um þöggun. Sérstaklega innan ákveðins stjórnmálaflokks. Regnhlífasamtaka hægrimanna. Nefnum engin nöfn en allir sem vandir hafa verið af pela ættu að vita um hvaða flokk er átt við.

En skyldi þöggunin vera bundin við téð regnhlífasamtök? Sumir myndu telja svo ekki vera.

Mér barst til eyrna að aðstoðarmaður forsætisráðherra væri röggsamur kórstjóri hallelújakórs. Hallelújakórinn sá iðkaði sínar kóræfingar á Facebook og syngdi þar í einstökum samhljómi. Kórstjórinn setti inn innlegg og síðan tæki kórinn undir og lofsamaði. Svona trúarbragðasyndrome.

Vitanlega þarf talsmaður Jóhönnu, forsætisráðherra, að vera duglegur að láta heyra í sér. Ekki gerir hún það alla vega.

Nema hvað. Ég ákvað að gera smá tilraun. Komast að því hvort um hallelújakór væri að ræða og ef svo væri, hve langan tíma sá fengi sem syngi falskt í kórnum.

Langaði að komast að því með vissu hvort kórstjórinn gæti tekið mótlæti ellegar væri mannleysa.

Sl. þriðjudagskvöld sendi ég kórstjóranum og aðstoðarmanni Jóhönnu, Hrannari, vinabeiðni á Facebook, sem hann samþykkti skömmu síðar. Ég lét ekkert á mér bæra í fyrstu. Vildi fyrst sjá hvaða lög væru sungin á kóræfingunum. Setti inn sakleysislega athugasemd, svona til að láta vita af mér.

Í gær, miðvikudagskvöld, lét ég til skarar skríða og mótmælti harðlega innleggi hans. Þetta var önnur (og þriðja) athugasemd mín á kóræfingunni.

Nema hvað. Í morgun, 12 tímum seinna sé ég að hann hafði lokað á mig. Rétt eins og ég hafði gert ráð fyrir.

 

Tilraunin tókst fullkomlega því Hrannar skítféll á prófinu, eins og ég var sannfærður um að hann myndi gera.

Það má nefnilega ekki mótmæla of kröftulega á hans vegg. Reyndar fullt af fólki sem mótmælir honum, en greinilega ekki allir innundir.

 

Ég hef alla tíð talið mig hægri krata og hef kosið Samfylkinguna frá upphafi, ef frá er skilið hliðarspor mitt síðasta vor. Ég gagnrýni allt sem mér finnst gagnrýnivert og leggst ekki í flokkaskotgrafir. Sér í lagi finnst mér vera bær til að gagnrýna „mína“ flokksmenn. Sem ég og geri hiklaust finnist mér þess þörf.

Með svona kórstjóra í þeirra röðum langar mig ekki að snerta þann flokk með priki.

Hrannar. Til hamingju! Þér tókst að fækka atkvæðunum um eitt. Efast ekki um að þau séu mun fleiri, sem hafa bara ekki komið fram.

Jóhanna mun örugglega umbuna þér ríkulega :)

Hér er „snapshot“ af umræðunni og mínu skelfilega innleggi sem var um of fyrir Hrannar.Hrannarskórinn

 


Að gefa skít

Mér eru færar nokkrar leiðir til að gefa skít í ríkjandi stjórnarfar og spillta stjórnálamenn;

1) Að skila auðu.
2) Að mæta ekki á kjörstað.
3) Að ógilda seðilinn með broskarli, eða vísu.
4) Að kjósa Besta flokkinn.

Eftir yfirlegu tel ég kost 4 sterkastann.


Og hvað svo?

Jóhanna iðrast og segir Samfylkinguna eiga sína sök á málum. Nú er Samfylkingin í ríkisstjórn og Jóhanna forsætisráðherra.

Stendur til að gera eitthvað?

Ég er ekki bara að tala um eitthvert fiff til handa þeim sem komnir eru fram af hengifluginu, heldur þá sem enn eru ekki komnir á þann stað en eiga í vandræðum með að ná endum saman. Sökum afleiðinga óstjórnar fyrri ára. Fólk sem gerði raunsæjar áætlanir en var tekið í böttið af verðtryggingu og gjaldeyrisfalli.

Einn ráðherra Samfó, Árni Páll, sagði fyrir hálfu ári að það væri ekki í mannlegum mætti að leiðrétta lán. Líklega hafa þá guð og ésú sett reglurnar, en ekki stjórnmálaMENN.

Nú er hann að rakna úr rotna rotinu og vill afskrifa bílalánaskuldir (?!)

Allt gott um það að segja, en hvað með húsnæðisskuldir? Það eru þær sem eru að sliga okkur en ekki flatskjáa- og pallbílaskuldir, sem myndu flokkast undir neyslu. Að eiga sér þak yfir höfuðið flokkast ekki undir neyslu heldur nauðsyn.

Er allt í lagi að afskrifa skuldir þeirra sem keyptu sé nýjan bíl? Kannski án þess að þurfa þess en bara vegna þess að lánakjörin voru svo góð á þeim tíma að það gat keypt draumabílinn og lagt fimm ára skrjóðnum? Sjálfur ek ég um á tólf ára skrjóð sem ég borgaði á borðið á sínum tíma. Myndi aldrei vilja skipta þessum góða þjóni mínum fyrir einhvern bensínhákinn.

Fólk getur misst sig í eyðslufyllerí og margir gera það. Nú ætlar Árni Páll að setja í forgang að bjarga þessu fólki. Á meðan verða þeir sem ekki hafa til saka unnið annað en að kaupa sér þak yfir höfuðið að bíða eða fara einhverra fiff leiðanna sem boðaðar hafa verið. Það fólk mun ekki fá leiðréttingu sinna mála. Í besta lagi lengingu á snörunni.

Hvernig væri að iðrast aðeins meira og byrja síðan á réttum enda?

Stundum veit ég ekki hvort ég eigi að æla eða gubba.


mbl.is „Létum þetta líðast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er í lagi að halda framhjá?

Nú hefur Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður, sagt af sér þingmennsku. Reyndar aðeins tímabundið, en telur að rétt sé að víkja meðan hans mál verða skoðuð.

Sem aðili að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var hann sá eini sem þekkti sinn vitjunartíma þegar þjóðin fór fram á að sú ríkisstjórn færi frá. Hin héldu sem fastast í stóla sína þar til yfir lauk.

Það er landlægur hugsunarháttur hérlendis að allt sé í lagi svo lengi sem engin lög séu brotin. Þannig hafa menn stigið fram og sagst iðrast og beðist afsökunar, en jafnframt tekið fram að þeir hafi ekki brotið nein lög og því þurfi þeir ekki að axla ábyrgð. Frekar ótrúverðugar iðranir og afsökunarbeiðnir það.

En hví skyldi fólk segja af sér og axla ábyrgð? Jú, því þótt engin lög hafi verið brotin hefur það rofið trúnað og/eða brotið gegn almennu siðgæði. Siðferðisvitund þjóðarinnar.

Líklega finndist þessu fólki allt í lagi að halda fram hjá maka sínum eins og það hélt fram hjá þjóðinni, með útrásardólgum og öðrum dólgum.

Í framhjáhaldi felast engin lagabrot. Er þá í lagi að halda framhjá?

Að segjast ekki þurfa að segja af sér, eftir allt sem á undan er gengið, segir allt sem segja þarf um siðferðismat- og vitund þessa fólks.


Upphlaup Álfheiðar

Heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, hefur slegið á puttana á forstjóra Sjúkratrygginga, Steingrím Ara Arason, fyrir að tala ekki við sig áður en hann leitaði ráða hjá Ríkisendurskoðun.

Hví hann hefði átt að tala við hana fyrst veit ég ekki. Mér dettur aðeins tvennt í hug. Að láta hana vita að hann ætli að tala við Ríkisendurskoðun, eða að biðja leyfis til þess. Því heyri ég fyrir mér tvennskonar samtöl milli þeirra, hefði hann gert það.

Annarsvegar hefði hann einungis ætlað að láta hana vita;

Álfheiður: Halló?
Steingrímur: Hæ, þetta er Steini, á Sjúkró.
Álfheiður: Já blessaður. Hvað er að frétta?
Steingrímur: Bara þokkalegt. Er ekki alveg að fatta þessa reglugerð.
Álfheiður: Nú?
Steingrímur: Æ já, eitthvað svo loðin og óljós.
Álfheiður: Aha.
Steingrímur: Var að spá í að bjalla í hann Svenna hjá Ríkisendurskoðun og biðja hann að þýða hana fyrir mig yfir á Íslensku.
Álfheiður: Ok.
Steingrímur: Segjum það. Verðum í bandi.
Álfheiður: Amm.
Steingrímur: Bæjó.
Álfheiður: Bæ bæ.


Er ekki alveg að sjá tilganginn með svona samtali og því tel ég líklegra að hin skýringin sé sú rétta. Að hún hafi viljað hann biðja leyfis;

Álfheiður: Halló. Frú Álfheiður hér.
Steingrímur: Sæl verið þér háæruverðuga frú. Steingrímur heiti ég, hjá Sjúkratryggingum.
Álfheiður: Sæll Steingrímur.
Steingrímur: Mig langar að leita álits yðar og leyfis til að fá Ríkisendurskoðun til að þýða reglugerð yðar yfir á Íslensku.
Álfheiður: Jahhá. Þú biður ekki um lítið!
Steingrímur: Ég biðst forláts á vankunnáttu minni í Taðnesku.
Álfheiður: Þú talar bara alls ekki neitt við Ríkisendurskoðun. Þú skalt fara á námskeið í Taðnesku. Já og greiða úr eigin vasa.
Steingrímur: Að sjálfsögðu, þér háæruverðuga frú. Ég biðst enn og aftur forláts á afglöpunum.
Álfheiður: Svo vil ég fá skýrslu og afrit einkunna þinna eftir námskeiðið, með tveggja votta undirskrift. Þinglýst og í þríriti!
Bíp...bíp...bíp...bíp...


Mér finnst furðulegt þetta upphlaup ráðherra vegna þess eins að forstjóri ríkisstofnunar vinni vinnuna sína.

Eigi einhver að segja starfi sínu lausu er það ráðherrann, en ekki forstjórinn.

Kannski hér sé komið tækifærið fyrir Joð að losa um pláss handa Ögmundi og koma þannig skikk á kattaskarann?


mbl.is Ákvörðun Álfheiðar „ólíðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kettir eru skarpari en Strauss-Kahn

„Ég hef alltaf sagt, að Icesave sé ekki skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en við þurfum að hafa meirihluta í stjórn sjóðsins.“ Segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF. Ennfremur segir hann, „Ef Icesave-deilan er leyst er ég viss um að slíkur meirihluti fyrir hendi. Ef Icesave-deilan er ekki fullkomlega leyst veit ég ekki hvort það er meirihluti í stjórninni.“

Er maðurinn ekki að segja berum orðum að álit meirihluta stjórnarmanna fari eftir stöðunni í Icesave deilunni?

Er það ekki þannig að stjórn sjóðsins fer með ákvarðanavald hans?

Sé það skilyrði meirihluta stjórnarinnar að Icesave deilan sé leidd til lykta áður en endurskoðun fer fram, þá er um skilyrði að ræða af hálfu sjóðsins. Svo einfalt er það. Það þarf ekki nema lágmargsgreind til að átta sig á því.

Meira segja meðalgreindir kettir átta sig á því.

Því ætti ríkisstjórnin að hafa vit á að hreyfa við mótmælum, þegar í stað.


mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bilið milli ríkra og fátækra

Umræða sem seint mun hætta.

Vinstri menn segja þá hægri auka veg hinna ríku á kostnað hinna efnaminni. Kannski eitthvað sé til í því, en hvað eru vinstri menn að gera í dag? Nákvæmlega ekkert fyrir fólkið sem er að missa allt sitt, hafi það ekki þegar misst allt. Á sama tíma horfum við upp á sykursnúðana í vínarbrauðsdeildinni fá sitt afskrifað upp í topp.

Nota bene, þá hef ég flokkað mig frekar til vinstri en hægri. En heimurinn er ekki tvívíður svo hægri/vinstri nær ekki utan um allt.

 

Annars fannst mér skondið að lesa í viðtengdu fréttinni; „Allir stjórnmálaflokkar í landinu þyrftu að sameinast í því verkefni“

Ég vissi ekki betur en í Kína væri bara einn flokkur. Flokkur allsherjar.


mbl.is Ráðast gegn fátækt í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband