Rassgatslaus sný ég heim

Mikið djöfulli átti ég gott kvöld. Fór á tónleika í Höllinni sem voru alveg fyrir allan peninginn. Var ekki einn þeirra sem greiddu þúsundkalli meira fyrir að fá að sitja uppi í stúku og aka sér í sætunum. Nei. Það var dansað til helvítis niðri á gólfinu. Teknó er nefnilega tónlist sem maður finnur með hjartanu og út í lappirnar. Ekki gáfumannatónlist fyrir fólk sem setur hönd undir kinn og hummar spekingslega.

Ég veit ekki hve mörgum lítrum ég tapaði í svita. Allavega voru fötin límd við mig og ég kom heim vel sveittur og klístraður.

Sándið á tónleikunum var frábært í alla staði og eiga hljóðmenn kvöldsins bestu þakkir skilið. Eftir tónleikana var ball á Nasa og það var hálf pínlegt að dansa við langbylgjuhljóminn þar, eftir að hafa verið á tónleikunum. Aðallega samt að tónlistin á Nasa var ekki nógu gröð. Hljómaði meira eins og kexverksmiðja. Þe. bara lög sem voru engin lög, heldur eiginlega bara trommur.

Kvöldið í heild samt tær snilld. Djöfull er gott að dansa svona af sér böttið.

Smá sýnishorn sem ég tók. Samt lítið að marka þar sem hljóðið í klippunni er svo bjagað af hávaðanum. Vantar bassann og sonna, en stuðið var sko alveg til staðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Einn af hljóðmönnum kvöldsins er sonur minn.  Mont mont mont .......

Anna Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta myndband er ekki sjánlegt Mr. Böttman.

En til hamingju með líkamsræktina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Himmalingur

Og ég sem hélt að þín eina líkamsrækt væri sófinn þinn ?!!

Himmalingur, 17.6.2008 kl. 12:08

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Anna, þú mátt koma til hans hrósinu

Jenný, ég þarf greinilega að nota annað codec. ómögulegt að hafa þig svona úti í videókuldanum.

Hilmar, ssssssshhhhhh. ekki segja neinum

Brjánn Guðjónsson, 17.6.2008 kl. 14:54

5 identicon

Varstu á GusGus? Þar hefði ég sko viljað vera maður minn, dansandi á dansgólfinu tryllt. Hefðum getað tekið sveifluna eins og í gamla daga . Bryndís Edda fór og af öllu hjarta hefði ég komist þá hefði ég farið með henni!

Ása (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband