10.000 dósum skotið undan!

Samkvæmt heimildum Bergmálstíðinda munu tveir starfsmenn Skorpu, þeir Geirmundur Teitsson og Bergvin Hellerup, hafa skotið undan u.þ.b. 10.000 dósum degi áður en fyrirtækið var yfirtekið af ríkinu.

Munu þeir hafa gert samkomulag við fyrirtækið um flokkun dósa utan vinnutíma. Þegar þeir höfðu haft veður af fyrirhuguði ráðþroti Skorpu, munu þeir hafa tæmt dósaskúrinn og komið dósunum fyrir í bílskúr Bergvins.

Strax um morguninn er Skorpa var lýst ráðþrota, kom flokkunar- og skilanefnd ríkisins að tómum dósakofa Skorpu. Munu þeir félagar strax hafa legið undir grun. Formaður flokkunar- og skilanefndar, Rögnvaldur Hallfreðs, segist líta málið afar alvarlegum augum. Rannsaka verði verknaðinn og sækja menn til saka.

Við frekari eftirgrennslan komst flokkunar- og skilanefnd að því að einnig vantaði um hálfan milljarð króna í bókhaldið. Rögnvaldur segir ekki liggja fyrir hvernig því máli háttar. Líklega hafi bara penninn þornað upp í miðjum bókhaldsskrifunum, eða menn bara viljað láta reyna á lukkuna. Þetta hafi þó óvart og óviljandi fattast. „Shit happens“ segir Rögnvaldur.

Líklega verði þetta afskrifað. Fókusinn beinist nú að dósasvindlinu. Það sé forgangsatriði. Enda forkastanleg og fordæmislaus ósvífni.


mbl.is 100 milljörðum skotið undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þornaði penninn upp ?     Það myndi ég nú telja vel löggilta afsökun.

Anna Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

enda mun Rögnvaldur líta framhjá slíku, en helvítis dósaþjófarnir....þá skal tjarga og fiðra!!

Brjánn Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband