Sófamótmælendur ryðjast fram á ritvöllinn

Lifi byltinginÞað var auðvitað ekki spurning, þegar fréttist af látunum við Svörtuloft, hvort heldur hvenær bloggsíðurnar fylltust af sófamótmælendum, talandi um skríl og atvinnumótmælendur.

Hér hafa verið tiltölulega friðsöm mótmæli svo vikum skiptir, þrátt fyrir að fólk sé yfirfullt af réttlátri reiði yfir því að horfa á eigur sínar fuðra upp án þess að fá rönd við reist, sem og því viðhorfi sem það mætir hjá yfirvöldum.

Yfirvöld segja „talk to the hand.“

 

Það er deginum ljósara að friðsamleg mótmæli munu engu skila. Akkúrat engu. Ég er í raun steinhissa hve fólk hefur þó hægt um sig. T.a.m. hefur enginn, ennþá, boðið Molotov frænda með sér á mótmælafund.

Sjálfur er ég ekki illa bitinn af kreppunni, ennþá. Aðrir sjá um það í mínu tilfelli og þar sem ég er svo eigingjarn nenni ég lítið að mótmæla nema farið sé að bíta mig sjálfan. Því tilheyri ég vitanlega sjálfur hópi sófamótmælenda. En þegar og ef það gerist mun ekki standa á mér að mæta. Ég er þó enn með vinnu.

Ég skil fullkomlega reiði fólks og finnst sófamótmælendur gera of mikið úr nokkrum málningar- og eggjaslettum og kostnaði við að hreinsa þær. Hver skyldi sá kostnaður vera í samanburði við kostnað þjóðfélagsins af setu óhæfra pólitíkusa í störfum sem rotnir tómatar myndu inna betur af hendi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Ég tek undir þetta og svo hef ég nú spurt einnar spurningar þegar menn tala um þetta sem ofbeldi, hvar var ofbeldið? Og hversvegna er þetta mun verra heldur en það sem er búið að gera þjóðinni?

Sama fólk virðist vilja svo borga þetta allt saman og leyfa mönnum að sleppa frá glæpnum án nokkurar ábyrgðar, og finnst það fínt að það muni vera sett í skuldafangelsi næstu 20 árin, eignir þess brenni upp og svo jafnvel að það missi vinnuna. Nei, það er bara svalt og flott í þeirra huga því ríkistjórn, bankabjánar og vanhæfir embættismenn eru hafnir yfir lög að þeirra dómi.

AK-72, 1.12.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Ekki ertu að segja að þú þurfir að missa vinnu eða verða fyrir þráðbeinum áhrifum af kreppu til að mæta.  Nú ertu að fokka í mér.  No?

En ég stend með fólkinu í bankanum.  Ef einhver er beittur ofbeldi hér þá er það þjóðin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, in a way.

ég get susum alveg mætt á ljóðalestrana á Austurvelli, sem ég hef reyndar gert tvo síðustu laugardaga.

Brjánn Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: Brattur

... ég var að vinna í dag... þvælast út á landi í vinnuferð... mikil vetur þar sem ég var á ferð... en þar sem ég er svona sófakarl, þá gerði ég lítið annað eftir vinnu en að semja eitt lítið jólalag... en svo reyndar fann ég lausnina á vandanum (ekki kannski ég sjálfur en svona með öðrum og aðrir aðeins meira en ég);

Er ekki eina lausnin að ná breiðri samstöð landsmanna um að borga ekki húsnæðislánin, þangað til að verðtryggingunni á lánunum verðu breytt og lánin tengd við launavísitöluna? Afborgunarverkfall.
Hvað erum við bættari með það að ríkið (bankarnir og íbúðalánasjóður) eignist húsin okkar þegar verðbólgan er búin að éta upp eignirnar? Hvað er ríkið bættara með það?

Hvort er betra að Íbúðalánasjóður fari á hausinn eða íbúarnir?

Brattur, 1.12.2008 kl. 21:21

5 identicon

ég skil ekki hvað fólk er að nöldra yfir því að það sé verið að henda eggjum að hverju sem er í hin eða þessi hús, eða bara skemdarverk.

í fyrstalagi stuðlar það að því að eggja bænur fara ekki á hausin, og verslun og viðskipti ganga þá alla vegna vel á meðan, og ég tala nú ekki um hversu atvinnu skapandi þetta er.  svo að ég mæli bara með því að fara í bæinn og brjóta allt og bramla, og henda eins mikið af eggjum og fleyra í viss hús.

Steini Tuð (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:34

6 identicon

varðandi eggin þá finnst mér brúnu eggin best, því hvað er betra fyrir frjálsar hænur annað en að enda í frelsisbaráttu...einnig er ríkistjórnin mjög heppin með veður þar sem enginn nennir að mótmæla með krókloppinn með hor í nös,. Mótmælin eru ennþá 3gja sæta víðast hvar en þegar veður batnar á þetta eftir að aukast... eru ekki allar góðar byltingar gerðar annars um vor...allaveg ekki núna með hor... terelley...

101moi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband