Stjórnarmyndunarviðræður

Úff, þetta er langt orð. Stjórnarmyndunarviðræður.

Nú standa þær samt yfir.

Ríkisstjórn framsóknarflokks, sem þó mun ekki sitja í stjórn, heldur fulltrúi annars flokks, Georg Bjarnfreðarson. Georg mun leiða ríkisstjórnina ásamt Sollu nokkurri. Solla gat sér gott orð í Latabæjarleikritinu forðum, sem Solla stirða.

Stirðleiki hennar, ásamt stirðleika fyrrum forsætisráðherra mun þó hafa gert út um fyrri ríkkisstjórn.

Georg er hinsvegar þekktur fyrir menntun sína. Enda með fimm háskólapróf. Okkur veitir ekki af þannig manni í fjármálaráðuneytið, samgönguráðuneytið, menntamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og öll hin ráðuneytin.

Georg Bjarnfreðarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stundum sökkar þú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

elska þig líka

Brjánn Guðjónsson, 2.2.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband