Kristinn íhugar að beyta hefðarréttinum

Fréttaskýring.

Helgin er hlaðin alls kyns prófkjörum. Bændaflokkur Íslands sem í daglegu tali kallast Framsóknarflokkur, hversu réttnefnt það er, lét fara fram prófkjör sitt í norðvesturkjördæmi í kvöld.

Sigurvegari prófkjörsins var Gunnar B. Sveinsson, bóndi. Athygli vakti að Kristinn H. Gunnarsson, ekki-bóndi, hafnaði í neðsta sæti.

Kristinn er mjög reyndur frambjóðandi og þingmaður. Hefur hann meðal annars starfað innan margra flokka, s.s. gamla Alþýðubandalagsins, Frjálslynda flokksins og Framsóknarflokksins.

Krepputíðindi náðu sambandi við Kristinn og spurðu hver vibrögð hans yrðu.

„Það er erfitt að segja. Vinstri grænir hafa þegar valið sitt fólk“ segir Kristinn. „Fyrir utan þann flokk á ég Sjálfstæðisflokkinn eftir. Kannski mér takist að skjóta mér þangað inn fyrir hádegi á morgun.“

Það er ljóst að flokksmenn Bændaflokksins vilja skipta um fólk. Er mál manna að sauðfjárbændur, sem hafa verið allsráðandi, muni nú víkja fyrir kúabændum. Kristinn, sem lendir utan þeirra skilgreininga sem ekki-bóndi, vill kenna því um.

„Nú er málið að kasta teningunum. Hvert skal halda? Verður það Sjálfstæðisflokkurinn eða aðrir. Mér skilst einnig að flokkur mannsins hafi ekki enn haldið prófkjör.“

Ef ekki vill betur mun ég fara fram á þingsæti í ljósi hefðarréttarins og mun fara með það fyrir dómstóla.


mbl.is Fyrst og fremst þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... þetta er alveg frábært... mönnum er alveg sama fyrir hvaða flokk þeir vinna... bara ef þeir ná eða halda þingsætinu... er nema vona að svo illa er komið fyrir þjóðinni?

Brattur, 14.3.2009 kl. 10:04

2 Smámynd: Halla Rut

Sorglegt bara er það að svo margir þingmenn virðast ekki vera í neinum tengslum við fólkið í landinu eða þann tíma er við lifum nú á.

Halla Rut , 14.3.2009 kl. 16:37

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Góður punktur hjá þér!!

Lilja G. Bolladóttir, 16.3.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband