Þriðjudagur, 2. desember 2008
Vinstri græn að opna á €vrópuaðild?
Vinstri græn opna á ESB-aðild á flokksráðsfundi - stefnan trúlega sett á aðildarviðræður.
Svona er fyrirsögn fréttar á Eyjunni, sem kemur upprunalega úr Fréttablaðinu.
Gott ef satt er. Hverju svo sem aðildarviðræður myndu skila, er löngu tímabært að hætta innantómum fullyrðingum um hitt eða þetta og fá hlutina upp á borðið í eitt skipti fyrir öll.
Hvernig var annars umræðan í kring um EES? Þá voru málaðir hinir ýmsu skrattar á alla veggi. Hingað áttu að þyrpast útlendingar að kaupa upp allt og alla.
Nú, verði niðurstaða viðræðna tóm spæling og á þann veg að auðlindirnar verði allar undir stjórn Evrópusambandsins, verður aðild líklega felld hvort eð er í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fyrsta skrefið er að setjast niður með þessu liði og tjatta yfir nokkrum vínarbrauðslengjum.
Ef VG markar nýja stefnu í málinu, er ekki spurning að Samfó á að koma sér úr meðvirknishjónabandinu svo kjósa megi sem fyrst og mynda ríkisstjórn sem setur aðildarviðræður í gang strax. Ekki seinna vænna meðan þau njóta enn einhvers fylgis. Það mun bara minnka jafnt og bítandi með hverri vikunni úr þessu, verði engin breyting á.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Forystan
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Afneitunin er yndisleg
Í frétt á Vísi segir forsætisráðherra það vonbrigði að fylgið við ríkisstjórnina skuli ekki vera meira. Hann hefur sumsé átt von á því að þjóðin fylktist að baki honum í ruglinu.
Hann segir ástæðuna vera af því að það sé mikill mótvindur um þessar mundir Það sé vegna þess hvernig ástandið sé og hversu mikla erfiðleika sé við að glíma.
Það er sannleikskorn í þessum orðum.
Ástæðan er mótvindur og ástand. Hins vegar er ástæðan ekki ástand og mótvindur í efnahagsmálum. Nei. Ástæðan er mótvindur sá sem ríkisstjórnin hefur frá þjóðinni, vegna þess ástands að ríkisstjórnin hefur hvorki vilja né getu að gera nokkurn skapaðan hlut rétt.
Lappirnar dregnar svo vikum skiptir. Verndarhendi haldið yfir gömlum óhæfum vinum. Brennuvargar endurráðnir í nýju bankana.
Ignorance is bliss.
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar
Nú blæs ríkisstjórnin í lúðra. Nú skal bjarga fyrirtækjum landsins sem eru að kikna undan skuldum, eins og annar hver einskalingur gerir reyndar líka um þessar mundir.
Allt gott um það að segja. Að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri er mikilvægt. Það skiptir máli fyrir atvinnuástandið og að halda efnahagsapparatinu gangandi.
Hvað er hinsvegar að frétta af nokkurra vikna lúðrablæstri um að bjarga einstaklingum og heimilum landsins?
Reyndar má ekki hreyfa við verðtryggingunni, sem öðru fremur étur upp eignir landsmanna. Eignir sem gætu sko komið sér vel að eiga í ellinni. Geta selt stórar eignir fyrir minni og leyst þar með út einhverjar summur. Nei, það má ekki hreyfa við verðtryggingunni því þá gæti lífeyrissparnaðurinn rýrnað (öööhh). Sparnaðurinn í lífeyrissjóðunum, sjáið til. Þessi sem menn halda fram að verðtryggingin verji. Þessi lífeyrissparnaður í feitu lífeyrissjóðunum sem hefur um árabil verið óvarlega ávaxtaður í hluta- og verðbréfum. Oft með neikvæðri ávöxtun. Svaka verðtrygging það
Nei. Verðtryggingin er heilög og því brenna eignir okkar upp og tómt mál að tala um að gera sér von um að geta notið þeirra á ævikvöldinu.
Einhversstaðar var minnst á að bjóða fólki að leysa út séreignasparnaðinn. Það kæmi sér víða vel að geta losað um smá reiðufé og slegið á skuldirnar. Stungið upp í gammana sem bíða við útidyrnar eftir að leysa til sín húsnæði fólks.
Nei, það má ekki heldur. Verkalýðsforingjarnir okkar ætla að sjá til þess. Þessir sem í hinu orðinu segjast vera að vinna fyrir almenning. Nei, nei. Miklu betra bara að frysta afborganir svo vextirnir geti laggst ofan á verðtryggðan höfuðstólinn. Tendra enn frekar bálið sem brennir upp eignirnar.
En aftur að fyrirtækjunum. Þar er talað um að breyta skuldum í eigið fé. Mér dettur í hug eldgamall Spaugstofuskedds þar sem talsmaður loðdýrabænda, sem þá börðust í bökkum, talar um skuldbreytingu. Breyta skuldunum í gróða. Þá er hægt að fara að reka þetta að einhverju viti.
Mætti ég biðja um að mínum skuldum verði breytt í eigið fé? Það kæmi sér afar vel akkúrat núna.
Ég gæti vel þegið, á sama tíma, að losna við skuldirnar og fá svolítið meira eigið fé til ráðstöfunar.
Ehaggi?
![]() |
Bjarga á fyrirtækjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Talnaleikir
Fréttin af aukinni ánægju með stjórnarandstöðuna er gott dæmi um hvernig leika má með hlutfallstölur. Með hlutfallstölum má auðveldlega snúa lygi í sannleika og öfugt.
Fyrirsögn fréttarinnar Ánægja með stjórnarandsöðu vex má svo sem réttlæta á þann hátt að hlutfall þeirra sem segjast ánægð með stjórnarandstöðuna hafi hækkað frá síðustu könnun. Það segir hinsvegar ekki nema hálfa söguna. Það þarf alls ekki að þýða að ánægja með hana hafi aukist, heldur aðeins að óánægja með stjórnina hafi aukist. Reyndar kemur einmitt fram sú staðreynd í sömu frétt; Hlutfall þeirra sem segjast óánægðir með störf stjórnarandstöðunnar hefur hinsvegar líka hækkað á sama tímabili, því 35% segjast nú óánægð.
Er ekki málið einfaldlega að þriðji hópurinn hafi stækkað mest?
Stærstur hluti svarenda, 38%, er þó á þeirri skoðun að stjórnarandstaðan myndi hvorki standa sig betur né verr en núverandi ríkisstjórn.
![]() |
Ánægja með stjórnarandstöðu vex |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. desember 2008
Bibba á Brávallagötu...
...er greinilega farin að starfa fyrir moggann. Hverjum öðrum dytti í hug að tala um hauk í sauðagæru? Nema kannski Bjarna Fel.
Mér þykir Obama heldur vera úlfur í horni.
![]() |
Obama haukur í sauðargæru? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 1. desember 2008
Sófamótmælendur ryðjast fram á ritvöllinn
Það var auðvitað ekki spurning, þegar fréttist af látunum við Svörtuloft, hvort heldur hvenær bloggsíðurnar fylltust af sófamótmælendum, talandi um skríl og atvinnumótmælendur.
Hér hafa verið tiltölulega friðsöm mótmæli svo vikum skiptir, þrátt fyrir að fólk sé yfirfullt af réttlátri reiði yfir því að horfa á eigur sínar fuðra upp án þess að fá rönd við reist, sem og því viðhorfi sem það mætir hjá yfirvöldum.
Yfirvöld segja talk to the hand.
Það er deginum ljósara að friðsamleg mótmæli munu engu skila. Akkúrat engu. Ég er í raun steinhissa hve fólk hefur þó hægt um sig. T.a.m. hefur enginn, ennþá, boðið Molotov frænda með sér á mótmælafund.
Sjálfur er ég ekki illa bitinn af kreppunni, ennþá. Aðrir sjá um það í mínu tilfelli og þar sem ég er svo eigingjarn nenni ég lítið að mótmæla nema farið sé að bíta mig sjálfan. Því tilheyri ég vitanlega sjálfur hópi sófamótmælenda. En þegar og ef það gerist mun ekki standa á mér að mæta. Ég er þó enn með vinnu.
Ég skil fullkomlega reiði fólks og finnst sófamótmælendur gera of mikið úr nokkrum málningar- og eggjaslettum og kostnaði við að hreinsa þær. Hver skyldi sá kostnaður vera í samanburði við kostnað þjóðfélagsins af setu óhæfra pólitíkusa í störfum sem rotnir tómatar myndu inna betur af hendi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 1. desember 2008
Enn vefjast talningar fyrir blaðamönnum
Eða lögreglunni, eða hverjum þeim sem telja.
Ekki veit ég hvor talningin er réttari, moggans eða vísis. Þó er ljóst að þegar talað er um nokkur hudruð, er um að ræða færri en þúsund. Eins þegar talað er um þúsundir er um að ræða tvö þúsund eða fleiri.
Þarna munar a.m.k. 100%
Er það ekki full mikil skekkja?
![]() |
Þjóðfundur á Arnarhóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 1. desember 2008
Dulin skilaboð?
Opera stefnir upp og fréttinni fylgir mynd af karlmanni
![]() |
Opera stefnir upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Hægðaleikur lögreglunnar
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af þremu mönnum í gær vegna hægða.
Sá fyrsti, mun vera góðkunningi lögreglunnar. Hann hafði gengið örna sinna á Austurvelli. Hann var settur inn og látinn sofa úr sér skituna.
Sá næsti mun hafa kúkað á leiði í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Sá var einnig settur inn og látinn sofa úr sér skituna.
Sá þriðji var ráðherra og hafði skitið upp á bak sér. Honum var sleppt eftir að hafa skolað á sér herðablöðin. Mun hann halda áfram skitu sinni strax eftir helgina.
![]() |
Gekk örna sinna í runna á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)